Wednesday, January 30, 2008

Pass this on

Einhver (Áshildur) bað um eitthað hressara. Hér kemur það. Þetta er svo hresst. Hjartað í mér springur næstum því af gleði þegar ég horfi og hlusta á þetta aaaaaaaaaaahftur og aftur.

Monday, January 28, 2008

Hollensk stúlka og amerískur piltur

Ég átti góða helgi. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég bý í Amsterdam. Er ekki búin að sjá mikið af henni undanfarinn....jaaa hvað á ég að segja.... einn og hálfan mánuð. Er alltaf eitthvað í skólanum að læra, heima að læra eða á pöbbnum gengt skólanum. Ég bý nefninlega svo vel að þurfa ekkert að fara út fyrir 500 metra radíus frá herberginu mínu. Þar er skólinn minn, pöbbinn, súpermarkaðurinn, coffeeshoppið (sem ég fer ekkert á sko) og pizzastaðurinn. Um helgina skellti ég mér úr fyrir 700 metrana. Fór á Stedelijk, nútímalistasafnið á laugardaginn. Ákaflega inspírerandi en líka svolítið niðurdrepandi. Borðaði löns á bókasafninu með stelpunum og drakk svo bjór á 11. hæðinni. Í gær fór ég og keypti mér pils og fór svo á tónleika með Iron and Wine. Góð týpa þar á ferð. Þetta er mæspeisið hans. http://www.myspace.com/ironandwine Mæli eindregið með þessu lömbin mín.
Allt útlit fyrir aðra fríhelgi um næstu helgi.
Nú og svo er Brynja að koma í heimsókn 12. feb og Gulla 6. mars. Það gleður mig alveg óskaplega.
Jebb jebb.
Vonandi allir hressir bara í óveðrinu heima. Bara inni að prjóna og í tölvunni að lesa blogg og narta í súra hrútspunga og svona.



Hollensk stúlka, Lisa Yuskavage


Amerískur piltur, Sam Beam AKA Iron and Wine

Thursday, January 24, 2008

Stay cool

Ég nenni bara ekkert að blogga. Sit 10 tíma á dag við tölvuna í skólanum og forrita. Eydi kvöldunum í skokk, matseld og sjónvarpsgláp.
Hef fengið margar bónir um að redda hrútspungum, hvalspiki, hákarli og brennivíni fyrir næsta partý. Næ vonandi allavegana að redda hrútspungum, haaaa!
Ég er ennþá sorgmædd út af Heath. Ennis Del Mar var einn af mínum uppáhalds kúrekum. Hann hefði átt að fá óskarinn.
Stay cool.

Tuesday, January 22, 2008

Detta mér allar dauðar lýs úr höfði

Dagur farinn og nú er Heath Ledger dáinn. Er heimurinn að farast eða?

Monday, January 21, 2008

Hvaða fríksjóv er í gangi í borginni. Óli og Villi. Jahérna hér. Eigum við ekki bara að kjósa Ástþór sem forseta og gera Össur að forsætisráðherra.

Friday, January 18, 2008

Ekki seinna vænna en að fara að plana 31 árs afmælið

Ég verð 31 á árinu. Og ég er búin að redda hljómsveit fyrir afmælið. Eða það er, öllu heldur, hljómsveit búin að redda sér giggi í afmælinu mínu. Einhverjir gaurar sem ég þekki ekki neitt vilja ólmir spila af því þeir eru með lag sem fjallar um það að verða 31. Gaman að þessu, ég er strax farin að hlakka til.

Wednesday, January 16, 2008

Serge Gainsbourg og Whitney Houston

Þetta er óborganlegt og ætti að hressa alla við, alltaf, allstaðar.
Og ég er hætt þessu djöfulsins væli.
Gleðilegt nýtt og ferskt ár allir saman.

Monday, January 14, 2008

Kvartogkvabb

Já lífið er eitthvað erfitt þessa dagana. Ég var að til 5 í morgun að skrifa ömurlega lélega ritgerð. Og svo er ég í mánaðar löngum kúrsi sem er með þvílíku vinnuálagi að annað eins hefur ekki sést. Próf í honum á mánudaginn. Og ég skil ekki neitt í neinu. Eins og að lesa kínversku fyrir mig. Með kvef, beinverki og slappleika. Og hef einfaldlega meiri áhuga á að pæla í fötum og strákum þessa dagana. Engann veginn tilbúin í hasarinn. Held ég verði tæplega með hæstu einkunn í þetta skiptið. Heppin ef ég næ!
En hvað segja lesendur mínir. Hvernig fer árið af stað hjá ykkur?

Saturday, January 12, 2008

Á lífi

Ég er á lífi. En bara rétt svo. Er að drukkna. Held mér á floti. Vibba mikið að gera í skólanum. Eiginlega algjör klikkun. Ég þarf að skrifa eitt stykki ritgerð um helgina. Nenni því ekki. Ég er líka lasin, oj. En ég lifi á góðu fríi heima um jól og áramót. Mikið var gott og gaman að hitta allar dúfurnar mínar. Þetta var samt of fljótt að líða. Náði ekki að hitta alla og suma aðeins of sjaldan og eða stutt. En svona gengur þetta.

Það var gott að hitta mömmu sína
Ég bendi áhugasömum á myndir á facebookinni