Monday, January 28, 2008

Hollensk stúlka og amerískur piltur

Ég átti góða helgi. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég bý í Amsterdam. Er ekki búin að sjá mikið af henni undanfarinn....jaaa hvað á ég að segja.... einn og hálfan mánuð. Er alltaf eitthvað í skólanum að læra, heima að læra eða á pöbbnum gengt skólanum. Ég bý nefninlega svo vel að þurfa ekkert að fara út fyrir 500 metra radíus frá herberginu mínu. Þar er skólinn minn, pöbbinn, súpermarkaðurinn, coffeeshoppið (sem ég fer ekkert á sko) og pizzastaðurinn. Um helgina skellti ég mér úr fyrir 700 metrana. Fór á Stedelijk, nútímalistasafnið á laugardaginn. Ákaflega inspírerandi en líka svolítið niðurdrepandi. Borðaði löns á bókasafninu með stelpunum og drakk svo bjór á 11. hæðinni. Í gær fór ég og keypti mér pils og fór svo á tónleika með Iron and Wine. Góð týpa þar á ferð. Þetta er mæspeisið hans. http://www.myspace.com/ironandwine Mæli eindregið með þessu lömbin mín.
Allt útlit fyrir aðra fríhelgi um næstu helgi.
Nú og svo er Brynja að koma í heimsókn 12. feb og Gulla 6. mars. Það gleður mig alveg óskaplega.
Jebb jebb.
Vonandi allir hressir bara í óveðrinu heima. Bara inni að prjóna og í tölvunni að lesa blogg og narta í súra hrútspunga og svona.



Hollensk stúlka, Lisa Yuskavage


Amerískur piltur, Sam Beam AKA Iron and Wine

3 comments:

Hrólfur S. said...

það er svipur með þeim.

Anonymous said...

Hæ gæskan
Ég hlustaði á Harry vínsérfræðing í morgunútvarpinu og hann sagði að maltbjór passaði ljómandi vel með þorramatnum. Einar Vald gæti lifað á þessum mat en ég fæ ekkert sérstaklega vatn í munninn ef ég hugsa um hrútspunga og hákarl.
kveðja Áshildur

Anonymous said...

Já svo ég kommenteri á myndirnar þá verð ég hálf hrædd við þetta fólk. Má ég biðja um eitthvað glaðlegra og betur rakað.
Áshildur