Monday, January 14, 2008

Kvartogkvabb

Já lífið er eitthvað erfitt þessa dagana. Ég var að til 5 í morgun að skrifa ömurlega lélega ritgerð. Og svo er ég í mánaðar löngum kúrsi sem er með þvílíku vinnuálagi að annað eins hefur ekki sést. Próf í honum á mánudaginn. Og ég skil ekki neitt í neinu. Eins og að lesa kínversku fyrir mig. Með kvef, beinverki og slappleika. Og hef einfaldlega meiri áhuga á að pæla í fötum og strákum þessa dagana. Engann veginn tilbúin í hasarinn. Held ég verði tæplega með hæstu einkunn í þetta skiptið. Heppin ef ég næ!
En hvað segja lesendur mínir. Hvernig fer árið af stað hjá ykkur?

5 comments:

Tinna said...

30 cm hár snjór í miðbænum. Full jólalegt fyrir minn smekk.
Djöfull verður fagnað ef þú nærð ... láttu þér batna og gangi þér vel!

Anonymous said...

Nú það er nú bara mesta furða hvað það fer bara ágætlega af stað, var nú gaman að hafa þig heima þarna framan af jan og svo er bara strax kominn 16. janúar á morgun svo það fer að síga á seinni hlutann á þessum laaaaaanga afmælismánuði. Ég er þó enn í að klára sörur og piparkökur og með Nóa konfektkassa í ísskápnum, sætindin taka engan enda á þessu heimili, jakk jakk. Fékk pensilín í gær við lungnapestinni og hresstist strax svo mikið að ég fór í ræktina áðan og ætla aftur á morgun og hinn og hinn til að vega á móti sætindunum og kannski maður taki safapressuna bara úr jólaumbúðunum og reyni að vera eitthvað hraustur og hress fram á vorið. Þá vitið þið það, en gangi þér nú vel í þessu púli og vonandi nærðu öllum þessum prófum. Sigrún

Hölt og hálfblind said...

Jæja gott að lungnaþemban er að hörfa Sigrún mín. Helvítis nefstíflur í gangi hérna meigin. Oh mig langar í ræktina, svei mér þá. Byrja að skokka í næstu viku.

Anonymous said...

Orkubombukveðjur til þín gæska. Missti af þér á msn um helgina, var eitthvað að þvælast um íbúðina og þrífa. Þetta ætti að kenna manni að vera ekki að slíta sig of lengi frá tölvunni ;-)

Anonymous said...

Allt í svaka stuði hér á bæ, skil til prófdómara á fös og ég sit sveitt nótt sem nýtan dag. Dálítið erfitt þegar maður er með einn sem er alveg að verða 7 mán og byrjaður að skríða. Var boðuð í atvinnuviðtal hjá þjónustumiðstöð Breiðholts, 33% líkur á að maður fái jobbið. Sem sagt allt að gerast
Baráttukveðjur frá Öldunni