Saturday, January 12, 2008

Á lífi

Ég er á lífi. En bara rétt svo. Er að drukkna. Held mér á floti. Vibba mikið að gera í skólanum. Eiginlega algjör klikkun. Ég þarf að skrifa eitt stykki ritgerð um helgina. Nenni því ekki. Ég er líka lasin, oj. En ég lifi á góðu fríi heima um jól og áramót. Mikið var gott og gaman að hitta allar dúfurnar mínar. Þetta var samt of fljótt að líða. Náði ekki að hitta alla og suma aðeins of sjaldan og eða stutt. En svona gengur þetta.

Það var gott að hitta mömmu sína
Ég bendi áhugasömum á myndir á facebookinni

3 comments:

Anonymous said...

Fínar myndir. Gangi þér vel í skólanum kelli mín.

Anonymous said...

Úff hef samúð með þér i allri þessari verkefnavinnu og ritgerðasmíð. Já þau eru alltaf ansi fljót að líða þessi frí en eins og þú segir þá er þetta bara svona. Gangi þér vel við lærdóminn, Sigrún

Anonymous said...

Ég er flutt í Kópavoginn eftir mikið brambolt um helgina. Æðislegur staður, friðsælt og kósí.
Taktu Omega 3 sem er gott fyrir heilann og helling af vítamínum. Gangi þér vel í skólanum.
Baráttukveðjur, Áshildur