Monday, May 26, 2008

Synda Synda Synda

Mánudaginn 30. júní ætla ég að rölta niður í Bankastræti og fá mér kaffi latte og croissant á Kaffitári og "lesa" Fréttablaðið og Moggann. Skunda svo í Vesturbæjarlaugina og synda 800 metra, fara aðeins í pottinn og vera lengi í gufunni. Fara svo í ísbúðina og fá mér þeyting með jarðaberjum, snikkers og bántý. Labba til baka niður í bæ og kíkja í Eymundsson, fá mér kannski cappuccino. Vona svo að einhver elskuleg systir mín bjóði mér í kvöldmat og eldi handa mér fisk. Þær verða kannski allar á Spáni bara. Ég googlaði upp orðinu synda og þá birtist þessi fríða snót:

Hún heitir Synda Lockard og er 2007 Miss National Federation of Professional Bullriders. Töff.

5 comments:

Anonymous said...

Ég verð ekki á Spáni og er ekki tilvalið að skella sér í grillaða lúðu í fiskikjallarann í Rofabænum...hvað segir þú Sigrún um það? Hlakk mikið til. Knús

Anonymous said...

he he he þessi er töff já.
Kannski geturðu komið við á Kapló og vökvað fyrir mig í leiðinni þann 30 :)

Anonymous said...

Jú er það ekki upplagt að hafa gourmet lúðu eða skötusel í Fiskikjallaranum 30. jún :)

Hölt og hálfblind said...

Ha ha jú mæti prúðbúin í Fiskikjallarann 30.júní. Eigum við að segja 19.00?

Anonymous said...

jújú fínn tími en við verðum líka kannski eitthvað í sambandi þegar nær dregur :)
Sigrún