Friday, May 16, 2008

Nánar um Hong Kong

Og svo byrjaði að rigna. Ég get þó allavegana hangið inni með góðri samvisku, reynt að læra kannski svolítið. Já og einhver spurði hvað málið með Hong Kong væri. Þannig er mál með vexti að í þessu námi mínu á ég að gera tvær rannsóknir, mastersverkefni og svo annað sem má vera smærra í sniðum. Ég er nú að rembast við að vinna í mastersverkefninu mínu. Datt svo í hug að það væri gaman að fara til Hong Kong til að gera hina rannsóknina. Ég fann því prófessor við Hong Kong háskóla sem mér fannst áhugaverð, skrifaði henni meil, spurði hvort ég mætti koma til Hong Kong, vinna rannsókn hjá henni og hvort hún gæti leiðbeint mér. Hún var til í það. Fólki hér við skólann finnst þetta sniðug hugmynd og ég fæ jafnvel einhverja styrki fyrir flugi og svona. Nú þarf ég bara að finna eitthvað sniðugt til að rannsaka. Ef af þessu verður geri ég ráð fyrir að vera í fjóra mánuði að ári, kannski mars, apríl, maí og júní. Já já þetta er ekki flóknara en þetta. Engir jarðskjálftar í Hong Kong nei ne. Þar eru lífslíkur 81.68 ár, þær sjöttu bestu í heiminum árið 2007 (80.43 ár á Íslandi, 13 sæti). Þar þykir menntun grunnskólabarna sú önnur besta í heiminu (Finnar tróndu á toppnum árið 2006, sko þá). Hong Kong háskóli (HKU) þykir sá 18 besti í heimi. Hong Kong er eitt þéttbýlasta svæði jarðarinnar, 6200 manns á ferkílómeter. Þar er meðalhiti 25 gráður yfir árið. Hong Kong var "sjálfstæð bresk nýlenda" frá 1842 til 1997 þegar það varð partur af Kína, Hong Kong hefur þó mikið sjálftæði allavegana til 2047. Þar er afar kapítalískt hagkerfi sem vex og dafnar (engin íslensk króna þar nei nei Hong Kong dollar). Enska er þar annað opinbert mál. Þegar ég var þar á ferð fyrir nokkrum árum með henni Brynju minni (Brynja ég elska þig) þá hugsaði ég og nefndi að mig langaði að fara þangað í framhalsdnám. Ég lét ekki verða af því en kannski læt ég verða af þessu. Góða helgi, lifið heil.

3 comments:

Hrólfur S. said...

Þú lifir svo áhugaverðu lífi, Gunnhildur

Anonymous said...

Akkúrat
Sigrún

Hölt og hálfblind said...

Einmitt.