Thursday, May 15, 2008

Æðislega frábært alveg!

Æh ég elska Amsterdam svo mikið. Hún er svo mikið krútt. Ég er að hugsa um að vera hér í nokkur ár. Ég ætla bara að vera einn af þessum óþolandi bloggurum í útlöndum. Ég reyni þó að tuða eitthvað inn á milli. Hér eru nokkrar myndir sem sýna hvað það er rosalega æðislega frábært hjá mér.


Hrafnhildur við Canalinn í Den Bosch


Fyrsti bjórinn á drottningardaginn


Fanney fagnaði drottningunni memm


Grillað í garðinum (þetta eru vinir mínir sko, ekki bara eitthvað fólk sem ég tók mynd af)


Dagur á hollenskri strönd


Dagur að kveldi kominn, þetta líf er ekkert grín


Útsýnið af þakinu mínu


Ég á þakinu, afsakið höfuðbúnaðinn


Prinsessur út að borða á arabískum veitingastað


Tvær mjög kynþokkafullar ungar konur út að borða á asískum veitingastað


Í gærkvöldi borðaði ég flatkökur með hangikjöti og nóa súkkulaði og horfði á Mannaveiðar. Góð stemmning það.

6 comments:

Anonymous said...

Skil vel að þú átt erfitt með að kvarta ekki núna, sólstrandarfílingur í gangi ofan á allt annað. Sýnist þó að serbósvissneska parið hafi verið doldið tvístrað á ströndinni, vonandi líður þeim nú samt vel. Sjálf sit ég enn sælleg á meltunni eftir unaðslega neyslu í Amsterdam og er einmitt að borða súkkulaðimousse núna svo ég fitni enn frekar fyrir brúðkaupið. Mér finnst það gott plan að fitna svolítið.

Anonymous said...

Jemin hvað það er allt æðislegt hjá þér í útlöndum :-)

Anonymous said...

oh hvað ég væri til í að skreppa til þín í smá húsmæðraorlof.

Hölt og hálfblind said...

Já ég veit það er æðislega sjúklega meiriháttar frábært.

Dísa mín hvað ég vildi líka óska að þú kæmist til mín í orlof. Geturðu ekki hringt í einhverja útvarpsstöð og sagst eiga það skilið?

Heyrðu Ana og André sátu nú í faðmlögum mest allan tímann á ströndinni, nema á þessari mynd og þegar André gróf mannhæðarháa holu í sandinn og Ana hljóp frjáls um ströndina á bláa bikiníinu með hárið flaksandi í vindinum. Þau eru æðislega nördalega yndislega fín saman. Gott plan að fitna smá, þú mátt nú samt ekki verða akfeit brúður, bara smá feit og ekki fitna mikið eftir að þú lætur sauma kjólinn.

Anonymous said...

Ég man yndislegar stundir sem við áttum með þessu útsýni (úr herberginu þínu) og kaffibolla og croissant og afskorin blóm og súpu og bjór.

Hölt og hálfblind said...

Góðir tímar Brynja mín góðir tímar