Tuesday, September 04, 2007

Fyrsti skóladagurinn

Gunnsa litla er byrjuð í skólanum. Mætti í fyrst tímann í dag með nýja stílabók og bleikan blýpenna. Sat svo þögul og hlustaði á alla hina tjá sig. Planið er að segja ekki mikið í fyrstu en koma svo sterk inn í seinni hálfleik, segjum það allavegana! Kennararnir í þessum kúrsi bera nöfn sem engin leið er að bera fram, kona á besta aldri með mikið strípað hár og ungur maður, myndarlegur að sjálfsögðu, í spariskóm og í ljósblárri skyrtu. Vinalegasta fólk svona. Ég á að skila verkefni til þeirra á mánudaginn. Ekkert hangs í gangi. Ég eyddi þó kvöldinu í rauðvínsdrykkju með ungverskri sambýliskonu minni eftir að hafa tekið gott skokk meðfram Amstel (ánni ekki bjórnum). Á morgun fer ég í hinn tímann minn, jaaahá bara tveir tímar á viku, og svo fullt fullt að lesa og skrifa. En mér lýst alveg ofboðslega vel á þetta nám. Þrátt fyrir ræðuna sem einn prófesorinn hélt á kynningarfundi þar sem hann predikaði um sýn djöfulsins á störf rannsóknarfólks í sálfræði. Hann bað fólk vinsamlegast að útiloka allar vonir um peninga og þau þægindi sem þeim fylgja, frægð, barneignir, virðingu og jafnvel gæludýraeign næstu árin. Við værum að feta stíg peningaleysis, ótrúlega mikillar vinnu og skilningsleysis og virðingarleysis annarra á starfið. En svo bætti hann að sjálfsögðu við sýn engilsins á starfið sem fól meðal annars í sér gífurlega ánægju af starfinu, ferðalög og frelsi. Jamm á já já ég er sem sagt í prógrammi sem heitir research master in psychology og ég ætla að taka social psychology sem major fag og trúlega work and organisational sem minor. Bara svona fyrir þá sem það ekki vissu. Ég er víst voða heppin að hafa komist í þetta prógramm því að í því eru víst einungis toppnemendur, noh noh noh! Fólkið sem í framtíðinni á að kenna hinum þessa sálfræðivitleysu og framkvæma rannsóknir á sviðinu. Semsagt sæmilega klárt fólk sem samt er nógu vitlaust að fara ekki í eitthvað sem gefur af sér pénínga!
Svoleiðis er það já.

8 comments:

Anonymous said...

Hef fulla trú á þér gæska! Þetta verður örugglega lærdómsríkt og um leið svaka skemmtileg dvöl. Framtíðin er svo bara allt annar kafli, rík í hjarta eða heimabanka. Allavega er allt að fara til andskotans þegar þín nýtur ekki lengur við, Stuðlar brenna og Apótekið hættir matseld og servítisma.

Anonymous said...

Gangi þér vel elskan mín !
xx

Anonymous said...

ég hef tröllatrú á þér enda unnið með nokkur stykki rannsóknir, misstórar þó.
Þú verður rík í hjarta og nógu rík í vasa til að kaupa nokkur falleg skópör ;-)
Ég hugsa mikið til þín
Gangi þér vel
Fríða XXX

Unknown said...

Elsku Gunnhildur.
Gaman að lesa þessar línur. Þessi akademía er svo biluð með öllu sínu research drasli en samt svo skemmtileg að maður getur ekki sagt skilið við hana. Þú átt svo auðvitað eftir að verða fræg og birta voða mikið í vísindatímaritum út um allan heim. Passaðu þig þó á því að reyna ekki við prófessorana - held þeir séu yfirleitt leileigir.
Gangi þér vel og njóttu alls.
Ása pjása

Anonymous said...

Hæ gæskan
Þú ert fyndin og kennararnir eru greinilega fyndnir líka.

P.S. Bílnum mínum var stolið á fimmtudaginn. Eins og jörðin hafi gleypt hann.

Anonymous said...

Kæru konur
Takk innilega fyrir hughreystandi orð. Ég hef líka tröllatrú á ykkur öllum. Þið eruð klárar, sniðugar og ríkar.
Ég hef ekki hugsað mér að reyna mikið við prófessorana (bara smá kannski!).
Leitt með bílinn (en varstu hvort sem ekki að fara að fá þér nýjan?).
Já félagsmiðstöðvastarf ÍTR verður líka trúlega lagt niður fljótlega.
Og Fríða ég vildi óska að við hefðum drullast til að fá rannsóknina okkar birta, bölvaður aumingjaskapur í okkur!
Ást og 20 litríkar rósir
Gunnhildur

Anonymous said...

Ungverska sambýliskonu, þú verður að læra smá ungvesku.
Köszönum szépen é vísonlátasra,
Hanna

Hrólfur S. said...

Hvernig var í hinum tímanum?