Wednesday, September 19, 2007

Mjúsikk

Mér liggur ýmislegt á hjarta en ég held ég ætli bara að drífa mig í háttin. Ætla að reyna að vakna nokkru fyrir hádegi á morgun og hefja lestur. Ég ætla þó að tilkynna að ég fann þessa líka fínu plötubúð í nágrenninu í dag. Lítil og kósí og næstum allir diskarnir að mínum smekk. Ég fjárfesti í Release the stars með Rufus Wainwright og lýst bara nokkuð vel á. Svo er von á nýrri plötu með PJ Harvey á næstunni. Mikið er ég spennt að heyra eitthvað nýtt frá henni. Og er ekkert lítið glöð að hún er ekki hætt eins og hún tilkynnti fyrir tveimur árum. Þá var ég í París og Polly hélt tónleika þar, sína síðustu tónleika! Spilaði allt sitt gamla og góða fyrir takmarkaðan fjölda fólks. Og ég fékk ekki miða. Var í dramakasti! En núna fæ ég kannski bara að sjá hana spila á píanó í staðinn fyrir rafmagnsgítarinn. Hmmm. Já og svo var ég að setja hér inn myndband með Siouxsie Sioux. Hún er svöl. Og já það er youtube tímabil hjá mér. Horfið á þetta sem ég hef sett hér inn þetta er allt svo fínt. Sérstakelga Jacque Brel og Gainsbourg. Góða nótt.

3 comments:

Anonymous said...

Jacque Brel, ég fíla hann.
Ég fíla svona töffara. Hlustaði á hann þegar ég var í París þegar ég var rosalega ung og blönk.
Get ekki beðið eftir því að hitta þig í Amsterdam.

Hrólfur S. said...

góða nótt

Anonymous said...

siouxsie and the banshees, tékkaðu á plötunni a kiss in the dreamhouse það er þeirra besta verk.