Wednesday, September 26, 2007

Heilinn minn og froskur

Jæja! Loksins er ég sest með tölvuna í fanginu og ætla mér að blogga eitthvað voða sniðugt. En ég er þurrausin. Ekkert eftir. Heilinn á mér er eins og blaðra sem allt loft hefur smám saman lekið úr síðustu þrjár vikur. Ég er búin hugsa jafnmikið síðan ég byrjaði í skólanum og öll síðastliðin fimm ár held ég. Og heilinn er bara með harðsperrur, þreyttur, búinn á því. Grá hár spretta fram og ég er komin með bakverk og bólur. Kem trúlega bólugrafin og með grásprengt hár heim um jólin. Soldið feit og í verkjalyfjamóki, út af bakinu. En voðalega lærð.
Ég hef nú náð að skemmta mér svolítið líka. Drakk mig fulla í skólanum á föstudaginn. Það var hressandi. Það var lítil ráðstefna hjá rannsóknarmasternum og boðið upp á drykki á eftir. Og ég tók auðvitað Íslendinginn á þetta, svolgraði í mig, talaði mikið og var mjög kaldhæðin og soldið full. En ég var svo sem ekki ein um það, hollendingarnir kunna nú alveg að þamba bjórinn sko. Svo er ég búin að fara nokkrum sinnum eftir skóla með samnemendum mínum að drekka kaffi og/eða bjór. Ágætisfólk upp til hópa en mikið sakna ég samt fólksins míns á skerinu. Enginn eins skemmtilegur og fólkið mitt.
Hey fór út að labba áðan og sá feitan frosk á vappi. Sætur. Svo fann ég þennan líka fína stól sem ég dró heim með mér. Held að gatan verði mín helsta húsgagnaverslun í Amsterdam. Hér hendir fólk húsgögnum sem það vill ekki út á götu og fátækum þrítugum námsmeyjum er velkomið að hirða það sem þeim líst á. Daginn eftir taka ruslakallarnir það sem ég ekki hirði. Sniðugt. Get því vonandi skipt neongrænu plasthúsgögnunum sem mér voru sköffuð út fyrir gamalt drasl sem aðrir ekki vilja. Líst mun betur á það.
Tölvan mín er full og ég þarf að kaupa meira minni. Uppáhaldsgallabuxurnar mínar eru í raun og veru að detta í sundur og mig vantar nýjar. Ég þarf að fara í klippingu og lita gráu hárin. Ætli ég verði ekki að láta tölvuskrattan hafa forgang. Þó það sé nú nokkuð mikilvægt að vera í buxum (svona útivið allavegana) og það sé frekar mikilvægt að vera með gott hár þegar makaleit á sér stað. En heih nú gengur heilinn fyrir. Og sko minn náði bara að skvera sæmilega sniðugum texta fram á nó tæm. Best að leyfa honum að hvílast núna blessuðum. Góða nótt.

5 comments:

Anonymous said...

Yndisleg. Miss u 2

Anonymous said...

áttu ekki einhvern pilsgopa að fara í?
:) Súna ekki brúna

Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni, gallabuxur hafa löngum verið ofmetnar!
Fjárútlát eru óþolandi, sértaklega þegar maður á engan pening. Held samt að lúkkið skipti meira máli en einhver harður diskur, bara taka til í tölvunnu og finna minni.

Anonymous said...

Ooo hvað ég skil þig:-) Mikil viðbrigði frá því að mæla göturnar í Reykjavík city og lifa ljúfu áhyggjulausu lífi.
Þetta með lookið skiptir að sjálfsögðu öllu máli í byrjun skólaárs en þegar á líður er maður kominn í gömlu joggingbuxurnar og hárið orðið klístrað, grátt og úfið og meiri orka fer í að halda sönsum yfir einhverjum stílum og verkefnum eða hvað..

Anonymous said...

Áfram Froskar!!!