Sunday, October 08, 2006

Ogeðsdrykkur og viðreynsla

Ég veit fátt betra en að baka amerískar pönnukökur þegar ég vakna á sunnudögum og borða þær með beikoni og miklu sírópi og skola þeim niður með sterku latte. Í dag er sunnudagur og ég fékk ógeðsdrykk í morgunmat. Ekki prótíndrykk, heldur ógeðsdrykk. Volgt vatn, epsom salt, ólífuolía og sítrónusafi, uhmmmmm! Þið getið rétt ímyndað ykkur hver tilgangurinn er. Já, það er gaman að þessu.
Á föstudaginn fór ég á Argentínu og drakk freyðivín, rauðvín, vodka og kaffi, borðaði blóðuga steik og franska súkkulaðiköku með ís. Þetta var himneskt og bara svo það sé alveg á hreinu, inn í mínu sérsniðna detoxprógrammi allan tíma. Ég dressaði mig upp í mitt fínasta púss, stillti vel glossuðu sparibrosinu upp á smettinu og átti að sjálfsögðu massasjéns í strákana. Þeir þorðu bara ekkert að koma og reyna við mig! Góð vinkona mín benti mér á að það þýddi auðvitað ekkert að bíða bara eftir að þeir meikuðu múv. Málið væri að "maður verður bara að labba að þeim og brosa brjálæðislega beint framan í þá" en hún tók það samt fram að "ekki það að ég hafi prófað þá aðferð". Prófa þetta næst og þá get ég frætt hana um hvort þetta virkar.
Ég ætla að reyna að þrauka viku í viðbót á detoxprógrammi á fullum stryrk, fara svo að slaka eitthvað aðeins á í þessu.

No comments: