Tuesday, April 18, 2006

Tyndur tilgangur

Ég virðist hafa týnt tilgangi lífsins í nótt! Hann var hérna þegar ég fór að sofa í gærkveldi en nú bara finn ég hann hvergi. Ég finn hérna dót sem að ég hef spáð í hvort að sé nokkuð hann. Til dæmis að ganga í samstæðum nærfötum, að hlusta á Serge Gainsbourg og Jane Birkin, að hafa fínt heima hjá mér og lesa tískublöð. En þetta er varla málið. Ég mun halda áfram að leita hérna í draslinu hjá mér. Ef hann hefur þvælst eitthvað út fyrir líkama minn og þið rekist á hann bið ég ykkur vinsamlegast um að skila honum strax hingað til La bombe sexuelle. Þangað til reyni ég að druslast í gegnum daginn. Fer í samstæð nærföt og kíki kannski í nýjasta vogue.


Gainsbourg og Birkin

4 comments:

Hrólfur S. said...

kannski fór hann ad leita ad vini sínum svíninu í húsdýragardinum, thid virtust baedi mjög hrifin af thví.

Hölt og hálfblind said...

Kannski er hann bara svínið í húsdýragarðinum.

Hrólfur S. said...

thú ert sannarlega ástkona viskunnar

Anonymous said...

Hver er þessi Hrólfur hölk?
Ég komst að því hver tilgangur lífssins er þegar ég þvoði uppáhaldspeysuna sem kostaði formúgu og hún kom út úr þvottavélinni í stærðinni 0-3 ára og ég brjálaðist en áttaði mig fljótlega að þetta er dauður hlutur sem skiptir engu máli.