Sunday, April 02, 2006

Ammælis

Jeih ég á afmæli í dag. Tuttugu og níu ára.
Hef tuttugu og átta sinnum áður átt afmæli. Það eru allnokkur afmæli til að fagna. Fyrstu árin var nú reyndar að mig minnir frekar lítið um hátíðarhöld, Þegar ég kom í heiminn hafði móðir mín haldið u.þ.b. 40 barnaafmæli. Alltaf að fagna fæðingu enn einnar stelpunnar. Jeih, 40 sinnum! Held að mesti spenningurinn hafi verið búinn þegar kom að því að fagna minni fæðingu. Æhj, æhj, æhj aumingja Gunnhildur litla, bara með hundunum og köttunum í fjósinu á afmælinu sínu. Nei, nei, hún móðir mín bakaði nú yfirleitt eins og eina ræskrispísköku og smurði mæjónesi á rúllubrauð og bauð Jennu og Bjarna (krökkunum á hinum bænum) og systrum mínum í kaffi. Keypti svo kannski handa mér Andrésblað eða nýtt strokleður.
Já það er gaman að eiga afmæli :)
27 ára afmælinu fagnaði ég í Kína. Það var gaman. Þessar myndir voru teknar þá.



28 ára afmælinu fagnaði ég svo með villtu teiti á Laugaveginum. Það var gott partý. Sænskur DJ, sofandi poppstjarna í sófanum, fullt af fullu fólki og kippa af hálfnöktum æskulýðsstarfsmönnum í trylltum dansi í stofunni. Já ég segi það enn og aftur þetta var gott partý. Einnota bónusmyndavélin sem fangaði þetta teiti hefur enn ekki skilað sér í mínar hendur. Hef grun um að einhver óprúttinn aðili hafi myndirnar í sinni vörslu og hyggist nota þær í óheiðarlegum tilgangi seinna meir.
29 ára afmælinu ætla ég að fagna með því að fara í facial og lunch, láta svo bjóða mér í leikhús á morgun. Mjög svo fullorðins. Ekkert rugl.
Annars eru blóm og kransar vel þegnir og þeim sem vilja leggja góðu málefni lið er bent á að leggja ríflega fjárhæð inn á reikning í mínu nafni í KB banka.
Hér er svo afmælisgjafaóskalisti:
ipod
gönguskór
silkisloppur
bíll eða græna kortið (er reyndar nýbúin að kaupa þannig að...kannski bara gjafabréf hjá SVR)
ferð til NYC og/eða Mexíkó, Berlínar, Kúbu, Thailands, Tyrklands
kærasti og/eða kettlingur
gsm sími
Marc Jacobs skór

Lifið heil og njótið dagsins

20 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið! Get ekki gefið þér ferð til NYC en get boðið þér út að borða í NYC!

Anonymous said...

Til lukku með daginn gæska! Ég spái því að þú fáir svona 5-6 kettlinga í dag. Vona þó að þú fáir allt hitt á óskalistanum líka.

Anonymous said...

Til hamingju með daginn elsku Gunnhildur.

Anonymous said...

Hæ, sæta mín. Innilega til hamingju með afmælið. hafðu það gott í dag!

Anonymous said...

Til hamingju með daginn, hér skín sól og fagur fuglasöngur til heiðurs þér

Anonymous said...

Til hamingju með daginn... :)

Anonymous said...

Innilega til hamingju með daginn gæskan,lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri enn þú ert

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið sæta !!
Knús
Ágústa

Anonymous said...

til hamingju med ammaelid elsku gunnhildur!
xxx
p.s. kem til islands um paskana i tvaer vikur! verdum endinlega ad hittast....

Anonymous said...

Ást og kossar í tilefni allra þessara ára

Anonymous said...

vá.... hlakka til afmælispartýsins á næsta ári, vona að mér verði boðið;-) Til hamingju elsku systir.

Anonymous said...

innilegar hamingjuóskir á ammaelisdaginn, megi nýja aldursarid faera ther hamingju og bíl

Anonymous said...

thetta var ég

Anonymous said...

til hamingju med afmaelid en more importantly til hamingju med ad vera ordin Tìk Bridgeklùbbsins BOBs ì afmaelisgjof vil èg gefa thèr "love - hate" hùdflùr à hnùana.

hlyhugur frà Bòlivìu!

Anonymous said...

Til hamingju gamla mín. Ég væri til í að bjóða þér til Berlínar ef ég fæ gott tilboð frá Iceland Express. Hvernig væri það?
Hver vill passa?

Anonymous said...

Til hamingju med afmaelid, ef thú verdur tík BOBs (thad er komin samkeppni frá njog posh homma sem er med mikla reynslu sem tík), vaerir thú thá til í ad hafa dvergathjóna thér til fulltyngis? Their gaetu verid í smóking og med litlar troppur undir hendinni sem their gaetu klifrad lipurlega upp á til thess ad hella meira kampavíni í glosin okkar.

Anonymous said...

Innilega til hammó med ammó (alltaf klassískur eda hvad..)
Getur ekki póstkort frá Bolivíu komid í stadinn fyrir New York borgarferd?
love

Anonymous said...

elsku gunnhildur mín,
til hamingju með afmælið, vona að það hafi verið dekrað við þig!
knús yfir hnöttinn,
ólöf

Anonymous said...

Kínaafmælið þitt var frábært með kóresku spa, bjór og sterkum mat. Vona að Vox og annað dekur hafi gert þér glaðan dag í ár.

Hölt og hálfblind said...

Ragna-jahá ég er sko til í að hittast um páskana, bandi bara
BOB-lýst bara nokkuð vel á hugmyndina með dvergþjónana. Ég er byrjuð að prjóna búninga á þá og mig í stíl.
Ace-já takk þygg póstkort frá Bólivíu, Ungfrú Vesturland er með adressuna.
Áshildur-jahá ég er sko til í að fara til Berlínar, langar geeikt þangað. Annars er ég alltaf til í að passa Ásrúnu sko.
Sólrún-jahá ég þygg sko alveg út að borða með þér þegar ég kem til New York. Það er vonandi ekkert mjög langt í það.
Og allir hinir, takk, takk, takk.