Tuesday, April 18, 2006

Tilgangur tilverunnar fundinn

Ég fann tilganginn aftur. Hann var ekki í tískublöðunum sem ég skoðaði og ekki var hann heldur svínið í húsdýragarðinum. Eftir að hafa farið yfir nærfataskúffuna mína komst ég að því að ég á bara allt of fá samstæð sett til þess að tilgangurinn geti verið að vera alltaf í samstæðum nærfötum. Nei tilganginn fann ég á rölti mínu um miðborgina. Ég komst að því að tilgangur tilveru minnar er að standa alltaf á brúninni. Taka sífellt áhættu og ögra sjálfri mér og lífinu sjálfu. Horfast í augu við óvininn, blikka hann jafnvel og daðra smá. Snúa svo baki í hann, brosa út að eyrum og hrósa happi yfir að vera enn á lífi. Ég upplifði þetta í dag og læt hér fylgja myndir. Ég tók líka mjög æsilegt video en ég kann ekki að setja það hér inn. Ég get sent áhugasömum það í tölvupósti.


the enemy

facing the enemy

on the edge1

on the edge2

5 comments:

Anonymous said...

mikid er eg anaegd med myndavelina tina

Anonymous said...

djörf

Anonymous said...

Hei sendu mér æsilega myndbandið.

Anonymous said...

mér líka, takk

Anonymous said...

væri gott að fá eintak líka