Tuesday, April 11, 2006

Karate eða kraftlyftingar

Ég hef nú komist að því að til þess að geta verið ein af strákunum í vinnunni þarf ég að fara að æfa karate eða kraftlyftingar. Af tveimur mjög spennandi kostum tel ég að kraftlyftingar séu mun vænlegri kostur fyrir mig. Bara meira ég, einhvernveginn. Meira La bombe sexuelle. Strákarnir segja líka að ég eigi góðan sjéns í bransanum þar sem ég er svo sterk! Ég er jafnvel að spá í að taka þátt í íslandsmeistaramótinu núna eftir tvær vikur. Ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið mig hampa titlinum eftir tvær. Nýjasta bling blingið mitt verður kannski bara gullslegin kraftlyftingamedalía, töff.

1 comment:

Anonymous said...

Ég mæli með boxi, það er eldhresst, mjög svo styrkjandi og stóreykur sjálfstraustið og öryggistilfinninguna þegar maður er einn á ferli í skuggasundum.
Þú startar bara nýrri tísku á vinnustaðnum. Þeir verða allir komnir í þetta áður en langt um líður.
Svo geturðu líka bara hótað að kíla þá ef þeir gera grín af þér og þinni íþróttaiðkun, hehe!
Parísarkveðja, Dísa