Friday, October 17, 2008

Persneskur metrómaður

Ég stóð sjálfa mig að því að óska þess að ég væri tvítug í gær. 21, lítil og mjó ekki 31, há og þrýstin. Ég var að tala við svo sætan strák. Persneskan metrómann. Með hairdo dauðans, í tískuátfitti. En með fallegustu augu sem ég hef á ævi minni horft í. Honum fannst ég rosa sniðug. Brosti svo fallega og hló að bullinu sem rann upp úr mér. Þegar hann spurði hvað ég væri gömul og ég sagði honum að ég væri 31 sagði hann "VÁ" og svo að hann væri 21. En ætli hann sér hvort sem er ekki hommi. Það er ekki gott að segja með þessa ungu menn í dag. Með sína eyrnalokka, í bleikum skóm, með gelaðar hárgreiðslur og í þröngum buxum. Nett stelpulegir svona. Kallar með ýstru og skalla betri. Ég veit það ekki.

1 comment:

Anonymous said...

Þú ert svo fyndin. Ég sé þetta móment alveg fyrir mér. Þú og þessi guðdómlega fallegi drengur í bleikum skóm í hrókasamræðum.
Ég veit ekki alveg þetta með kalla með skalla og ýstru, usss, hehehe
kveðja Áshildur