Tuesday, October 07, 2008

Þetta helst

Ég er að safna hári. Prjóna teppi. Þó ekki úr hárinu.
Ég er hætt við að fara til Hong Kong. Og þó. Sjáum hvað setur.
Litla kisa var með orma. Hún er búin að fá ormameðal. Grey kisa.
Ég drakk bjór á bát um síðustu helgi. Um næstu helgi ætla ég að horfa á landsleik í fótbolta. Ísland-Holland. Go Gudjohnsen!
Ég er ekki enn búin að fá mér hjól. Framtaksleysið gífurlegt.
Ég læri og læri. Er ekki næstum því eins stressuð og í fyrravetur. Er bara soldið streitt núna, ekki brjálæðislega streitt eins og í fyrra.
Ég kem heim um jólin. Ætli maður gefi ekki bara eitthvað matarkyns þetta árið. Ávexti handa börnunum og ólífuolíu, krydd og sojasósu handa þeim fullorðnu. Munaðarvöru sem ekki fæst á skerjum í kreppu.

3 comments:

Anonymous said...

Sæl júfust
Já ætli jólagjafirnar í ár verði ekki bara ullasokkar prjónaðir úr afgangslopa. Svo er maður bara að fara að gera kreppuslátur um helgina.

Hölt og hálfblind said...

Jú jú það er trúlega gott að eiga góða sokka í kreppunni. Fólk hefur auðvitað ekki efni á að kynda almennilega.

Anonymous said...

Við leggjum þá bara undir feld til að halda á okkur hita og þess á milli prjónum við ullarsokka við týruna frá grútarlampanum.
kveðja Áshildur