Monday, February 04, 2008

Hressleikinn allsráðandi

Ég verð að viðurkenna að ég er guðs lifandi fegin að janúar er búinn. Þetta var erfiður mánuður. En það eru betri tímar framundan. Ég á leiðinni á slatta af tónleikum, farin að prjóna að nýju, lesa mér til yndis og glápa á dvd (nú stendur yfir Woody Allen maraþon, klassík). Fer út að labba og hlaupa, drekk bjór, hvítvín, kaffi, sódavatn og einstaka sinnum grænt te. Brynja kemur í næstu viku. Ný önn byrjaði í dag. Ég er að fara að vinna í rannsókninni minni. Mig langar í nýja skó en hef satt best að segja ekki efni á fínu pari. Sleppi því frekar en að kaupa eitthvað drasl. Er að pæla í að fara í jóga, en það kostar líka peninga, og hollensku námskeið. Datt í ða á föstudaginn. Dansaði fram á morgun. Það var hressandi. Ég held svei mér þá að vorið sé ekki langt undan. Myndbandið er með Feist. Hún er hress. Ætla að sjá hana syngja og spila í vor.

1 comment:

Tinna said...

Þetta er eitthvað annað!