Thursday, February 28, 2008

Ég er enn hér en nenni bara ekki að skrifa neitt krassandi

Ég þakka kærlega fyrir bendingar á ástarsögur. Komið endilega með fleiri.
Ég veit ekki hvað varð um bloggandann. Ég ætti auðvitað að vera dugleg að deila gleði minni og sorgum með fjöldkyldu, vinum og vandamönnum. Ekki síst þar sem maður er svo mikið erlendis. Ég ætti að sjálfsögðu að skrifa hér langar og ljóðrænar færslur um langar kvöldgöngur mínar eftir ævintýralegum síkjum Amsterdam, öllum alþjóðlegu matarboðunum þar sem heimsmálin eru krufin, tónleikunum sem lyfta sál minni á hæstu hæðir og gleði við að fá email og símtöl frá exótískum kavalérum og vonbrigðunum þegar þeir hafa svo ekkert samband aftur eða vilja bara vera vinir mínir. En þetta gerist bara stundum. Nenni ekki að skrifa. Langar bara að lesa skáldsögur og horfa á góðar bíómyndir. Nenni heldur ekki að prjóna.
Later

3 comments:

Anonymous said...

Við hér á skerinu reynum að þrauka þennan vetur og landinn ætlar að flykkjast um páskana til heitari landa til að halda geðheilsunni því við munum ekki aðrar eins umhleypingar og viðbjóð í langan tíma. Útvarpskonan í morgun spilaði sem betur fer tónlist frá heitari löndum svo brúnin léttist aðeins á mér. Svo er stefnan tekin á Spán með mömmu í júní. jibbíii.
kveðja Áshildur

Anonymous said...

"kryfjuð"?

Hölt og hálfblind said...

Já nei ég meina krufin. Ég er búin að vera svo lengi erlendis að ég er farin að tapa íslenskunni. Ég er líka farin að bera "g" fram sem "hgr"