Sunday, December 02, 2007

Góð sunnudags melankólía í rigningunni


Góðan og blessaðan sunnudaginn. Ég er búin að eiga góða helgi. Afslöppun á föstudagskvöldið. Las smásögur Anton Tsjekhov. Afar skemmtileg lesning. Í gær hitti ég 4 íslenskar stúlkur á markaðnum. Við drukkum kakó og ég keypti mér örborð. Svo fór ég í ostafondú til þýskrar skólasystur minnar. Það var nokkuð merkilegt boð. Talsvert rætt um helförina, Ísrael og Palestínu. Svo fór ég og hitti aðra skólafélaga á grísku menningarkvöldi. Sat þar að drykkju fram á morgun. Fékk svo far heim á bögglabera þar sem sprungið var á mínu hjóli. Í dag rignir mikið í Amsterdam og það virðist ekkert ætla að birta til. Og mér dettur ekki einu sinni í hug að fara út úr húsi. Þarf að lesa svolítið fyrir morgundaginn og þarf að fara að koma mér í það.
Vil benda fólki á nýjar slóðir sem ég hef verið að bæta hér inn. Fyrst ber að nefna The Sartorialist sem er götutískublogg, aðallega frá París og New York. Ég er mjög hrifin af því eftir að hafa fengið hálfgert ógeð á öllu LondonReykjavíkflippfólkinu hjá Facehunter. Svo var ég að uppgötva alveg frábært ferðablogg. Par sem verið hefur að ferðast um Butan en er nú komið til Indlands. Þau taka alveg ofboðslega fallegar myndir og það er áhugavert að lesa ferðasöguna. Svo bætti ég DD við sem er hressandi slúðurblogg. Að lokum vil ég benda fólki á Dr.Gunna, hann er klassík.

2 comments:

Anonymous said...

Já ég var búin að sjá götutískusíðuna, mjög skemmtileg og til hamingju með rannsóknarhugmyndina, alla kúrekana, bjórinn og brennivínið.

Anonymous said...

Hæ. Hlakka til að sjá þig á Íslandi um jólin. Verðurðu uppí Borgarfirði um jólin?