Thursday, October 11, 2007

Þetta þykja mér góðar fréttir

Ja hérna hér. Það eru aldeilis tíðindi frá Reykjavík city. Dagur B bara borgarstjóri. Gott hjá honum. Hann er fínn strákur.
Ekki eins mikil tíðindi frá Amsterdam city. Hér heldur fólk bara áfram að drekka bjórinn sinn og spjalla saman með miklum kokhljóðum. Svo hjóla allir heim í húsbátana sína, með viðkomu hjá blómasalanum, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég verð ekki mikið vör við að innfæddir séu mikið að reykja eiturlyf eða kaupa sér hórur. Það er meira svona fyrir túristana virðist vera.
Og ég held bara áfram að húka bólótt með maga og bakverk yfir lestri fræðigreina og verkefnavinnu. Rosa stuð. Það styttist nú í að ég fái helgarfrí! Í lok október líkur þeim kúrsum sem ég er í núna og nýjir taka við eftir helgina. Jeih! Og svo er von á systrum mínum og foreldrum eftir 3 vikur. Það verður massa stuð. Hanga með mömmu á coffee shop í rauða hverfinu, geeeðveikt. Nei svona í alvöru þá hlakka ég svaka til að fá þau öll yfir. Þá ælta ég sko að vera í helgarfríi sama hvað hver segir. Og það er nú svo sem ekki eins og ég gefi mér engan tíma til að líta upp úr bókunum núna. Eyði t.d. fáránlega miklum tíma á internetinu. Sendi ómælt magn af bjórum og blómum á facebook. Fiskarnir líka mjög vinsælir. Nú og svo er það youtube og smá myspace og smá blogg. Svo er það gmailinn og skólameilinn og blackboard sem er námsvefurinn sem ég nota í skólanum. Geri samt aldrei neitt af viti. Nenni ekki (hef ekki tíma!) til að blogga, skrifa tölvupóst eða horfa á dvd. Það er of mikill ásetningur í því hangsi. Ætla mér aldrei að hanga neitt, "bara rétt að kíkja hvort það séu ný skilaboð". Já já. Það var nú ágætis félagslíf hjá mér um helgina. Var boðin í mat bæði föstudag og laugardag. Finnst það nú bara ágætis árangur svona glænýrri í borginni alveg. Vantar samt alveg rómantíkina. Þessir hávöxnu kúrekar hafa alveg látið það vera að meika múv. Damn. Kannski eru það bólurnar!

2 comments:

Anonymous said...

jeminn eini hvað ég hlakka til að komast til þín í smá helgarfrí...jahúúú

Anonymous said...

Bjór og blóm hljómar vel og líka ,,smá" nethangs. Fræðigreinar ekki jafn freistandi verð ég að segja en áfram þú! Lok október er nú bara handan við hornið og það hlýtur að verða smá áfangasigur.