Saturday, October 27, 2007

Halló eða ekki halló?

Nei ég tek það aftur að Hollendingar séu hallærislegir. Þeir eru ekkert svo hallærislegir. Bara ofurvenjulegir. Meirihlutinn vill greinilega ekki taka sjénsa og heldur sig bara við útvíðu buxurnar. En inn á milli eru mjög svalar týpur. Hér er víst til máltæki sem segir að ef þú ert venjulegur þá vekurðu þá þegar of mikla athygli (eitthvað í þá áttina). Fólk segir að þetta sé einkennandi fyrir Hollendinga sem eru víst hógværir mjög. Fólk er til dæmis endalaust hissa á því hvernig í ósköpunum mér datt í hug að koma til Hollands í nám. Og þegar ég spyr fólk á móti hvers vegna það sé svona hissa á því að fólk velji Holland þá verður fátt um svör. "Við erum svo fámenn þjóð í litlu landi, því skildi fólk velja Holland?". Ég held að hollenska og íslenska þjóðin gætu lært talsvert hvor af annarri.

No comments: