Friday, October 19, 2007

Hvað er ég eiginlega að gera hér?


Bara svona svo þið gleymið ekki greyin mín hvernig ég lít út. Á bakvið mig má sjá lillafjólubláa vegginn minn fræga.
Ég er bara hress.
Einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um hvað það sé eiginlega sem ég er að gera hér í úglöndum. Hvernig þessu námi mínu sé háttað. Ég ætla því að lýsa því hér stuttlega. Ég er sem sagt í 2ja ára rannsóknarmaster í University of Amsterdam. Þetta nám er ætlað fyrir framúrskarandi (ég bara varð að koma þessu að!) nemendur með mikinn metnað og áhuga á rannsóknum. Núna í haust byrjuðu 35 nemendur í þessu námi. Þar af um 10 erlendir nemar. Allt er kennt á ensku. Ég valdi mér að taka social psychology sem major fag og work and organisational psychology sem minor fag. Það þýðir að ég vel mér flesta kúrsa í social og einhverja í work and organisational. SKólaárinu er skipt upp í tvær annir og hverri önn er skipt í þrjá hluta. Fyrir áramót tek ég 2 fög í hverjum hluta. Eftir áramót tek ég svo einhverja kúrsa en hef svo vinnu við internship (eigin rannsókn eða aðstoð við rannsókn hjá einhverjum prófessor). Allir þurfa að taka nokkra skildukúrsa í aðferðafræði ýmiskonar: tölfræði, forritun og skrif fræðigreina svo dæmi séu tekin. Og svo velur maður sér kúrsa. Í hverjum valkúrsi eru 3-15 nemendur. Þeir fara flestir fram með vikulegum fundi þar sem lesefni vikunnar er tekið fyrir og rætt. Í sumum kúrsunum eru vikuleg verkefni, öðrum vikulegir fyrirlestrar, lokaverkefni og einstaka hafa lokapróf. Í valkúrsinum sem ég er í núna, Advanced topics in affect and emotion research hef ég þurft að lesa 4 fræðigreinar (oftast nýjar rannsóknir á sviðinu) að meðatali á viku og skila verkefni úr lesefninu á mánudagsmorgnum. Þessi verkefni hafa oftast verið eins og erfiðar prófspurningar og gilda til einkunnar og mér hefur því oftast liðið eins og í prófi á sunnudagskvöldum. Mikið mikið þurft að hugsa. Lokaverkefnið í þessum kúrsi er svo útfærsla á eigin rannsókn. Núna í næstu viku er þessum hluta annarinnar að ljúka og í þar næstu viku taka nýjir kúrsar við. Þá tek ég valkúrs sem heitir Social decision making. Þann kúrs kennir maður að nafni Carsten De Dreu. Sá er frekar mikið hot shot í vinnusálfræði og ég hef oft rekist á hans nafn í kennslubókum í félagssálfræði í gegnum tíðina. Hann er samt víst bara um fertugt og myndarlegur og afar góður með sig og óvæginn við nemendur sína. Það verður athyglisvert að kynnast honum. Já og sem sagt eftir áramót þá á ég annaðhvort að gera mína eigin rannsókn eða taka þátt í rannsókn hjá einhverjum öðrum. Á seinni árinu mínu geri ég mína eigin rannsókn eftir áramót. Og er markmiðið að fá þá rannsókn birta í sálfræðiriti. Jamm og já. Áhugavert?
Ég hef nú alveg velt því fyrir mér hvursvegna í ósköpunum ég var að velja mér svona rembingsprógramm. Þar sem allt virðist ganga út á að sanna hvað þetta sé rosalega erfitt og gott nám. Prófessorarnir hafa gaman að því að segja að það sé næstum ógerlegt að klára þetta á þessum tveimur árum, kalla kúrsana gildrur og berjast við að hafa vinnuálagið sem mest.
Ég reyni að minna sjálfa mig á það á hverjum degi að ég er hér til að læra og njóta en ekki til að sanna mig og fá háar einkunnir. Ég á það samt til að detta í það að taka þetta allt aðeins of alvarlega og finnst mjög erfitt að láta stöðugt gangrýna verk mín. Lélegar einkunnir leggjast á sálina á mér! En ég er ekki ein í þessum pakka. Allir í kringum mig eru að kafna úr stressi og í sjokki yfir að fá ekki bara góðar einkunnir. Mér er nú samt bara búið að ganga alveg ágætlega og reyni eins og ég sagði að minna sjálfa mig á að ég er að þessu fyrir sjálfa mig. Og ég ætla að njóta Amsterdam meðan ég er hér. Annað kemur ekki til greina.
Og þar hafið þið það.
Góða helgi.

7 comments:

Anonymous said...

Já nauðsynlegt að gleyma ekki að njóta lífsins þó maður sé í námi, gera alltaf eitthvað skemmtilegt á hverjum degi, darling.
Jóhanna

Anonymous said...

http://www.tomford.com/
ógeðslega flott og sexy kynning í byrjun. Kíktu.

Anonymous said...

eins gott að það séu til góðir sálfræðingar þegar fólk er alveg að fara yfirum af próf og verkefnastressi

Anonymous said...

....en þú ert alltaf jafn sæt snúllan mín

lindadogg said...

Skil thig svo vel elsu Gunnhildur min!!! Eg var alveg i sama pakka - getur ekki annad - en sem betur fer for eg bara i arsmaster... hihihihi!!! Thu ert samt svo mikid horkutol ad thu massar thetta alveg (einkunnir eru ekki allt svo lengi sem ther finnst thad sem thu ert ad gera ahugvert og thess virdi). Eg er alveg ad spa i ad koma i heimsokn til thin eda til Amsterdam eftir aramot einhverntiman - vaeri gaman ad hitta a thig ef thu hefur einhvern tima thad er ad segja. hef ekki sed thig i 100 ar

Hölt og hálfblind said...

Já njóta lífsins, það er nausynlegt og ekki missa sig í stressið.
Heyrðu já þú skellir þér í heimsókn Linda mín, ekki spurning. Á þessa fínu gestadýnu og bý í miðbænum ;) Aldrei að vita nema ég kíki líka yfir til Lundúna við tækifæri.

Anonymous said...

fyrirmyndar summary a naminu.
Ja endilega ad drifa sig til London, ef tu kemur i vor getur tu sed nytt barn, Islenskt-franskt.