Thursday, August 30, 2007

Ástarkveðja frá meginlandinu

Ég er nú í Amsterdam. Og mér líður bara vel þakka þér kærlega fyrir.
Ég fékk herbergið mitt afhent á þriðjudaginn og hef verið upptekin við að koma mér fyrir, skrá mig í skólann og stússast svona eitthvað síðustu daga. Það var örlítið áfall að fá herbergið. Fannst það eitthvað ekki nógu fínt. En þetta er allt að koma hjá mér og ég held að ég sé bara að verða ofursátt við aðstöðuna. Búin að kaupa mér orkídeu und alles. Langar mest að fylla höllina af blómum sem virðist vera nóg af hér í túlípana landi. Nú og svo er höllin sjúklega vel staðsett. Ég er 3 mínútur að labba í skólann og 5 mínútur niðrí bæ. Og auðvitað enn fljótari á hjólinu góða (sem er reyndar enn í Utrecht). Og þessi borg er ekkert lítið falleg. Öll þessi krúttlegu hús við sýkin eru auvitað bara eins og í lygasögu. Og endalaust af allskyns búðum og söfnum og börum og veitingastöðum. Me like :)
En númer eitt tvö og þrjú er auðvitað kúrekastóðið sem hér arkar um götur. Óh mæh god! Ég er búin að verða þrisvar ástfangin á þremur dögum. Fyrst af gaurnum sem sér um okkur alþjóðlegu sálfræðistúdentana. Ed. Sjúklega sætur svo ekki sé meira sagt. Svo af gaurnum á skráningarskrifstofu UvA, sjúklega sætur, og daðraði massíft. Kannski gay samt, ég er ekki mjög flink að fatta svoleiðis og hef oftar en einu sinni orðið ástfangin af samkynhneigðum mönnum (og farið í sleik við þá!). Og loks af gaurnum sem ég þurfti að ská mig hjá í tölvuverinu í skólanum. Meira að segja tölvunördin eru sjúklega myndarlegir hér. Ég er semsagt ástfangin af öllum ungu mönnunum sem ég hef hafs samskipti við í skólanum. Lofar góðu ha!
En annars er ég bara farin að hlakka til að sökkva mér ofan í námsbækurnar og drekka grænt te. Aldrei að vita nema maður taki gott dítox eftir allt brauðátið og bjórdrykkjuna.
Já og bæ ðe vei. Áhugasamir geta nú farið að panta gistingu hjá mér. Allir (eða svo gott sem) velkomnir.
Og já strákar þið getið nú farið að láta rigna yfir mig ástarbréfum á: Weesperstraat 55 C, 10 DN Amsterdam, Holland
Ástogliljubúnt

2 comments:

Anonymous said...

Vhhóóó spennandi að mæta í skólann hjá þér, alltaf bara mórauð á bringunni af ástarbríma? Eru Hollendingar ekki þekktir fyrir að vera hávaxnir? Ekki er það nú verra fyrir þrýstna þokkagyðju eins og þig :)

Ólöf said...

list ekkert sma vel a thig, og hvad tha a strakana - held mar verdi barasta ad renna vid!
knus