Friday, August 24, 2007

Honey bunny Ich bin home

Mikið var gott og gaman að vera í Berlín. Súper kúl borg. Allir hressir þar. Mikið um týpur. Ég auðvitað svaka týpa líka. Strunsaði um borgina með bjórbumbuna stífa út í loftið. Hress með að fólk héldi bara að ég væri ólétt. Enda virðist barn og tattúveraður faðir þess vera heitustu fylgihlutirnir í Berlín. Lesbíur eru líka heitar þar. Mér leist betur á tattúveraða barnsfaðirinn þó að ég velti því líka fyrir mér að fá mér þýska konu. Annars var ég ekki mjög sósíjal eftir að Hrafnhildur yfirgaf mig. Gekk bara og gekk um borgina og sat hér og þar í sólinni og las bókina mína og drakk mangólassi og Berliner pilsner. Góðir tímar. En nú er ég aftur komin heim, heim til Hollands, thí hí! Ætli ég haldi ekki bara áfram að drekka bjór þangað til skólinn byrjar eftir viku. Þarf nú að ganga svolítið um Amsterdam. Er ekki enn farin að fara þangað. Er bara enn í prinsessuleik í Utrecht. En ég fæ kompuna mína afhenta á þriðjudaginn og þá.... og þá tekur alvara lífsins við. Eða nei nei slaka nú á fram til 3. Reyni að vinna í þessu með kærastann.

4 comments:

Anonymous said...

Gott að þú nýtur lífsins í hámenningunni úti í Evrópu meðan grámyglan og hversdagurinn er allsráðandi hérna á skerinu. Bara eitt... ekki ná þér í kall sem er útúr tattúaður, veit ekkert ósmekklegra.

Anonymous said...

Rokk og ról áfram!

Hölt og hálfblind said...

Já já rokk og fokkíng ról. Mig langar nú alveg meira í ótattúveraðan íslenskan miðlungs barnsfaðir en hef ekki fundið neinn þannig síðustu 15 árin þannig að kannski þarf ég bara að sætta mig við tattúveraðan og krúnurakaðann þýskan anarkista!

Anonymous said...

úff