Tuesday, November 15, 2005

Samsæriskenning

Það var hringt í mig frá bankanum mínum í morgun og ég beðin um að koma sem fyrst af því að það vantaði undirskrift á umsóknina mína um vísakort (sem ég er löngu búin að fá afhent). Ég dreif mig því strax í bankann sem er í Kringlunni til að kvitta á þennan pappír. Í ljós kom að það vantaði ekki undirskrift heldur einungis upphafsstafina mína á bleðilinn. Djísús skiptir máli. Ég notaði auðvitað tækifærið og kíkti aðeins í búðir úr því að ég var komin í Kringluna einu sönnu. Oooog labbaði auðvitað út með splunkuný stígvél í bleikum innkaupapoka. Sé það núna að ég lét algjörlega gabba mig þarna. Þetta eru auðvitað samantekin ráð hjá Visa, bankanum og verslunareigendum í Kringlunni.
Brainstormingfundur í Kbbanka Kringlunni: Hvernig förum við að því að láta fólk eyða sem mestu með nýja vísakortinu? Jú með því að fá fólk til að mæta í búðirnar, freysta ungum konum með skóm. Já en hvernig fáum við fólk til þess að fara í búðirnar. Með því að fá það til að mæta í Kringluna, fólk kaupir alltaf eitthvað þegar það kemur í Kringluna. Hey ég er með hugmynd, búum til einhverja svona bullshit undirskrift á umsóknina sem skiptir svo sem engu máli og gleymum því alltaf að láta fólk skrifa undir. Afhendum þeim kortið og boðum það svo aftur hingað í Kringluna til að skrifa upphafsstafina sína. Fólk notar ferðina til að kíkja í búðir og BINGÓ! Konur kaupa sér skó og nærföt og kallar kaupa skó og nærföt handa konum.
Að ég skuli ekki hafa séð í gegnum þetta. En nýju stígvélin eru allavegana mjög svöl sem er líka eins gott þar sem að trúlega væri hægt að sjá barni á Indlandi fyrir fæði og húsnæði og menntun og öllum pakkanum í mörg ár fyrir sama pening.
Lifið heil

6 comments:

Anonymous said...

þarna léstu draga þig á asna eyrunum..... en stigvélin eru góð

Anonymous said...

Stígvél er mjög nauðsynleg eign, því fleiri því betra. Getur þakkað KB Banka af öllu hjarta fyrir þetta mín kæra.
Birna Ósk

Anonymous said...

Stígvélin er flott. Ég er búin að sjá þau.

Anonymous said...

Er þá ekki næsta skref að ættleiða barn í Indlandi ?

Hölt og hálfblind said...

já stígvélin eru svöl, það er ekki hægt að segja annað. Barn ætla ég á endanum að ættleiða, hvort sem það verður frá Indlandi, Kína eða Kambódíu, það verður að koma í ljós :)

Anonymous said...

Thetta er augljóst