Thursday, November 24, 2005

Það er enn von

Bloggedí blogg, víst kominn tími á að blogga. Er samt líka að horfa á sjónvarpið, helvítis batsjelorinn er í gangi. Jöeeekedí jökk gaurinn er bara að slumma þær allar og sofa hjá þeim og allt. Finnst þetta frekar viðbjóðslegt, samt get ég ekki annað en horft á þetta. Er líka í handsnyrtingu núna. Það er alveg hægt að pikka meðan naglalakkið þornar. Þreif klósettið í dag. Jæja kominn tími á aðra umferð af lakki. Þá er það afstaðið. Talaði við franska kærastann minn á msninu í dag. Hann er víst ástfanginn. Ekki af mér. Helvítið á honum. Fékk tár í augun þegar hann sagði mér þetta, þó að ég vissi þetta nú svo sem. Hann á nú allt gott skilið, þessi elska. Okkur var ekki ætlað að verða, það er löngu ljóst. En það er ekki öll nótt úti enn fyrir mig, það er aldrei að vita nema ég finni ástina einhverntíman. Mamma vinkonu minnar er nú að fara að gifta sig um næstu helgi og hún er um sextugt og kallinn örugglega tíu árum eldri. Þau eru tiltölulega nýbyrjuð samtan og virka voða ástfanginn. Finnst þau æðislegt par. Afar hughreystandi. Nú veit ég að ég hef 30-40 ár í viðbót til að finna eiginmanninn minn. Gott að vita af því. Örvæntingin verður ekki alveg jafn örvæntingarfull þegar ég hugsa til þessa yndislega pars.
Annars er ég bara búin að hafa það gott. Var í sveitinni um síðustu helgi. Var meira bara í sófanum en gúmmístígvélunum. Kaffidrykkja með mömmu, rás eitt, prjónaskapur og sjónvarpsgláp. Mikil afslöppun og rólegheit. Drakk mig svo fulla eftir vinnu á þriðjudaginn! Held ég komist svo ekkert hjá því að drekka mig líka fulla um næstu helgi. Andskotans pressa á manni alltaf að vera fullur og fjörugur. Fæ engan frið til að vera bara heima og örvænta með prjónunum mínum! Þarf meira að segja að fara að hafa mig til núna til að hitta fólk á barnum. Enginn friður. Og ég missi því trúlega af herra Ísland. Þvílík sorg. Get ímyndað mér að þessi keppni verði vandræðalegasta, hallærislegasta og jafnvel fyndnasta sjónvarpsefni ársins. 19 ára guttar. Svarbrúnir af ljósabekkjaveru með hár dauðans. Hvað er með þetta hár. Hvenær varð það kúl að strákar séu með viðbjóðslega strípað hár og stelpuklippingu. En það er nú svo sem ýmislegt sem ég skil ekki hjá blessuðu unga fólkinu. Æhj hvað mér er illt í bakinu og öxlinni. Og ég er bara komin með hausverk af látunum í þessu sjónvarpi. Góða nótt.

3 comments:

Anonymous said...

já þú sleppur sko ekki við að tjútta um helgina kjelli mín!! nóg af afslöppun um síðustu helgi hjá þér;)

Anonymous said...

þetta metrosexualt trölríðiur öllu, vil hafa minn mann með loðna bringu og svitalykt

Anonymous said...

Ég er ekki að kaupa örvæntingu þína en skrifin eru góð. Það fer þér ekki að örvænta, þú ert full frábær til þess, líka þegar þú ert full.