Wednesday, November 02, 2005

Luðar, hommar, fyllibyttur, giftir og 17 arum yngri

Nei, nei ég er ekki dáin úr örvæntingu og ekki heldur ást. Ég held bara áfram einlægri leit minni að ástinni og er skírlíf á meðan. Nú fær enginn neitt hjá mér á næstunni nema vera tilbúinn að sjá mér fyrir reglulegu kynlífi, fullt, fullt af hlátri, góðum mat og víni um ókomna framtíð, eða allavegana í meira en 5 daga (ég er sko ekkert mjög kröfuhörð). þessi leit mín er kannski ekkert svo einlæg þar sem ég held mig nú bara mest heima við að prjóna og svo í vinnunni. Ég er þó búin að vera með augun opin á báðum þessum vígstöðvum. Ég var komin með skothelt plan um það hvernig ég gæti nælt mér í einstæða faðirinn á móti. Ég ætlaði sko að baka piparkökur og banka upp á hjá honum og biðju um eitthvað sem vantar í þær. Fara svo yfir á eftir með piparkökuhjörtu handa honum í þakklætisskyni fyrir lánið og einhverjar sniðugar fígúrur fyrir soninn (verðandi stjúpson minn). Þá yrði hann auðvitað að bjóða mér inn í kaffi og svo yrði þetta bara ást og hamingja og fullt af kynlífi from then on. Nú er hinsvegar svo komið að ég held að kauði sé atvinnulaus lúði sem reykir tvo pakka á dag. Hann er aaaaltaf úti á tröppum að reykja. Líka þegar ég er heima um miðja virka daga og þegar ég er vakandi um miðjar nætur. Ég er að vísu líka allfar heima á virkum dögum og hangi í tölvunni um miðjar nætur. Spurning hvor er meiri lúði, við getum kannski bara lúðast eitthvað svona saman heima á Baldursgötunni, jeih!
Strákarnir sem ég vinn með eru flestir voða sætir. Vandamálið með þá er að þeir eru allir hommar, fyllibyttur, giftir og/eða 17 árum yngri en ég. Ég geri kannski bara mitt besta í að reyna að afhomma þá, fá þá til að deila víninu sínu með mér, skilja við konuna sína og ég hef svo sem ekkert alltaf bara verið með eldri strákum. Það er kannski ekki öll nótt úti enn á þeim vígvellinum. Talandi um vinnuna þá voru allir svo blindfullir um helgina að gera allskonar rugl, rúllandi um og sofandi hjá. Hrikalega gaman að því. Stelpurnar í salnum að sofa hjá kokkunum og svona. Klassískt, kokkar alltaf samir við sig. Ég var þó bara frekar stillt og fylgdist með þessu öllu saman og skemmti mér konunglega. Á sunnudagskvöldið þurftum við Marian (já já hommi) svo mikið að ræða allt ruglið og hlægja að því og drekka bjór með að við urðum bara alveg blindfull! Mánudeginum eyddi ég því í þynnku. Ákvað samt að það væri æðislega sniðugt að fara í heimsókn í gömlu vinnuna mína í þynnkunni og kíkja aðeins við í Kringlunni. Þú getur rétt ímyndað þér hversu góð hugmynd mér fannst þetta vera þegar ég ráfaði um Jólakringluna með lokað kreditkort og heilsaði upp á æskulýðsstarfsmenn og unglingana þeirra angandi af áfengislykt.
Jamm og jamm og jú
Er fólk ekkert að fatta að ég bætti þarna einhverju svona word eitthvað dæmi í kommentakerfið svo að anonymús vinur minn hætti að kommentera. það þarf því að skrifa asnalegu stafina í boxið þarna til að hægt sé að birta spekina sem búið er að skrifa. Skilji þeir sem skilja vilja og eru ekki vitlausir.
Ha ha ha det bra (lesist ekki, heldur rappist)

5 comments:

Hölt og hálfblind said...

Var að fatta að titillinn á þessum pistli er bara the story of my life, fokkíng saga lífs míns!!!

Anonymous said...

já já point taken... sumir eru einfaldlega vitlauari en aðrir og einhverjir verða að vera þessir sumir...
já ég tek undir með síðasta ræðumanni, lúðarnir hafa verið all nokkrir eða aumingjar og vitleysingar væri kannski meira lýsandi. En eins og sagði áðan þá er það bara ákveðinn hluti af þýðinu sem fellur undir þennan hóp þannig að þú hlýtur að fara að verða búin að afgreiða það mengi fyrr eða síðar : )

Anonymous said...

Mér finnst nú bara gaman að lúðast með þér heima í stofu á Baldursgötunni okkar, við að prjóna og svona ýmislegt. Jamm og já.

Anonymous said...

Hæ,smá prufa hér.

Anonymous said...

Fátt er jafn hressandi og laBombeSexualle á fjórða bjór. Af hverju svafstu ekki hjá einhverjum í eldhúsinu??