Thursday, September 08, 2005

Vinna, vinna, vinna

Það er kreiiiisí að gera í vinnunni, ég bara vinn og vinn og vinn. Geri svona eitthvað í tölvunni, klikka og pikka og tvíklikka svo og svona geri eitthvað. Thats my job. Svara líka símanum mikið og hefta talsvert. Gaman að þessu. Svo er ég að fara að sörvetrínast í kvöld og bara alla helgina. Síðasti dagurinn á tryggjó á morgun. Ég er ekki frá því að ég eigi bara eftir að sakna þess talsvert að mæta í græna básinn minn. Voða svona eitthvað afslappað andrúmsloft og fínt fólk sem ég er að vinna með. Svona er þetta bara, eins og ég segi við alla sem spyrja hvort ég sé að hætta. "Jaaaá (á innsoginu) svona er þetta bara".
Annars verð ég að segja að Patti Smith var ofursvöl. Hefur sko þokkalega allt ennþá. Ég hugsa að ég hætti fljótlega að nota meiköpp og lita á mér hárið og nota brjóstahaldara. Maður þarf sko ekkert að lúkka eins og eitthvað bimbó til að vera ofursvöl kona. Patti sannar það. Hún er bara svo góður tónlistarmaður og þessir tónleikar voru magnaðir, ógeðslega góðir tónleikar. Ég er ennþá bara eitthvað hissa hvað þetta voru góðir tónleikar.
Enginn spyr mig um hip hop meiðslin. Svolítið skrítið. Það er eins og fólki sé bara alveg sama um heilsuna mína. En ég ætla bara að segja að ég er ennþá ekki orðin góð í öxlinni. Samt mun betri, sko. Og þar hafið þið það. Thanks a lot for asking!

Patti í dag

No comments: