Sunday, September 25, 2005

Af kvefi, Bukowski og andleysi

Þriggja daga helgi liðin og ég hef ekkert afrekað nema að horfa á tvær videomyndir, þrífa klósettið og drekka tvo bjóra á Ölstofunni. Er búin að vera eitthvað kvefuð og slöpp. Andlaus og í fúlu skapi í þokkabót. Svona getur þetta líka verið hjá kúltíveruðum og klárum kynbombum, við erum bara mannlegar. Kemur meira að segja fyrir að ég kúki en á túr fer ég auðvitað ekki.

Ég lauk við að bursta tennurnar og fór aftur í rúmið. Ég hafði ekkert þrek lengur, engan neista. Ég var teiknibóla, ég var gólfdúkur.
Ég ákvað að halda mig í rúminu til hádegis. Ef til vill yrði þá helmingurinn af veröldinni dauður og það yrði þá helmingi þolanlegra að fást við hana. Ef til vill liti ég betur út þegar ég færi á fætur um hádegið, liði betur. Ég þekkti einu sinni mann sem hafði ekki hægðir dögum saman. Á endanum sprakk hann í loft upp. Í alvörunni. Skíturinn spýttist út um magann á honum.
Síminn hringdi. Ég lét hann hringja. Ég svaraði aldrei símanum á morgnana. Hann hringdi 5 sinnum og hætti. Loksins. Ég var einn með sjálfum mér. Eins viðbjóðslegur og ég var var það betra en að vera með einhverjum öðrum, hverjum sem var, öllum þarna úti, með sínar aumkunarverðu brellur og handahlaup. Ég dró sængina upp að hálsinum og beið (Bukowski, 1994).

Þessi snillingur kemst svo skemmtilega að orði. Rakst á þennan kafla í Pulp sem ég er að lesa núna og þetta lýsir ágætlega hvernig mér er búið að líða um helgina. En á morgun er mánudagur og eins og kerlingin sagði þá bera mánudagar iðulega með sér mikinn kraft og gæfu og á mánudögum hverfa kvefpestir á braut út í kuldann.
Ætla að tölta mér út á videóleigu og taka einhverja yndislega amersíka dellu til að stytta mér stundir á milli hóstakasta, snýtinga og klósettferða!

Lifið heil og njótið nýrrar vinnuviku!


Charles Bukowski og félagi

8 comments:

Anonymous said...

Personal Computing | Even in the age of the Internet, why newspapers still matter
In the Internet Age, does it make sense to read the newspaper anymore? This is a topic I've discussed in the past, and I'm putting this as provocatively as I can, because I unabashedly want you to read further.

Great blog! I really loved what you wrote!

By the way, I have a blog too. It gives useful information on how to become a Radio DJ - you'll find every thing from becoming a dj to creating your first audition CD. It’s EASY and It’s FUN. Plus it’s a great way to pick up some extra cash. I’ll even show you WHERE and HOW to find your first job!

Come check out my blog sometime, you’re sure to find some great hints and tips THAT ARE REALLY USEFUL to help you get on your way as a Radio DJ, best of all it's FREE. Why pay thousands of dollars at a broadcasting school, when I'll give you the exact same information for FREE!

Again, thanks for YOUR words of wisdom. I hope to see you soon.

Anonymous said...

Home
Top Stories LG introduces mini notebooks at Gitex LG's new range of notebooks uses Intel Pentium M processors, and is equipped with the Windows XP operating system.
I have a home small business site/blog. It pretty much covers home small business related stuff.

Anonymous said...

Vildi bara láta þig vita að þú ert ekki ein í baráttunni. Er að yfirstíga þriggja daga drullu og uppköst og finnst lífið hafa upp á heldur lítið að bjóða. Á milli klósettferða reyni ég að skrifa ritgerð fyrir Magnús og Pétur í rökgreiningunni um hina frábæru meðferð Rogers Callahans "thought field therapy". Hver segir svo að lífið sé ekki dásamlegt?!

Anonymous said...

Thanks for reading my book. You have a fantastic blog and you seem like a nice bitch. I bet you have nice tits and ass.
Yours truly, Charlie B

Anonymous said...

af hverju faerdu svona mikid af bullshit commentum fra einhverjum anonymus.
Vildi bara ad tu vaerir her hja mer a indveska heilsuhaelinu, tetta er bara draumur

Hölt og hálfblind said...

hei gdjsíj mister Búkovskí, takk fyrir að lesa síðuna mína. Fyndið hversu margir ameríkanar lesa síðuna mína. Skil samt ekki alveg hvernig þeir skilja hana. Er farin að halda að einhver aðdáandinn þýði hana yfir á amerísku jafnóðum og birti á slóðinni. www.sexbombewithalimpandonlyoneeyeloveyousomuchandyouhavenicetitsandarshoney.blogspot.com
ætla að tjékka á þessu snöggvast
Gunnhildur

Hölt og hálfblind said...

heih hvað varð um restina af slóðinni???!!! djísús

Hölt og hálfblind said...

Ok kemst einhverra hluta vegna ekki inn á bloggið mitt til að setja inn nýtt. Er fullogosofin.com núna. Enda þrjiðjudagurinn 27.september 2005 (eða kannski 26 eða 28 æh hú kerrs). Hver hefur ekki ástæðu til að fagna og vera hress? Thsjaa maður spyr sig!!!