Sunday, August 23, 2009

Smurbrauðsdaman drykkfellda

Ég vinn eins og vitleysingur þessa dagana. Stend sveitt í níu tíma á dag við að smyrja brauðbollur og búa til salöt. Í minnsta eldhúsi í heimi. Smyr og smyr. Sest svo niður eftir vaktina og drekk drykkina mína tvo. Stundum fleiri. Stundum bara einn og fer svo eitthvert annað í drykk. Lífið snýst um að smyrja og að sitja úti og drekka vín. Jú og að bera út póst. Það er sól og sumar og ég get ekki hugsað um skólann, framtíðina, neitt. Gott að vinna bara. Vinna til að gleyma. Drekka til að njóta. Nú ætla ég að fara að sofa svo ég geti vaknað sæmilega hress í vinnuna í fyrramálið. Annaðkvöld kaupi ég mér kannski flugmiða til Hong Kong. Eða hinn daginn.

2 comments:

Anonymous said...

Flott hjá þér! Það er komið haust á Íslandi.

Unknown said...

Frábært! Vinna til að njóta, drekka til að gleyma væri eiginilega verra.