Monday, January 26, 2009

Skáldið

Nei ég ætla ekki að skrifa um pólitík. Ég er samt hress með þetta og vil fá Jóhönnu Sig sem forsætisráðherra fram að kosningum. Og bara eftir kosningar líka. Hún er töffari kellingin sem ég fíla. En já ég semsagt (var að komast að því 32 ára konan, nei óh bara 31 ennþá, að semsagt er skrifað í einu orði, svo lengi lærir sem lifir eða eitthvað, whasssupp!) fór og hlustaði á sætt hollenskt skáld í flauelisbuxum blaðra í útvarpsviðtali á borgarbókasafninu í kvöld. Hann talaði mikið og á hollensku. Ég skildi ekki neitt. Ég er að pæla í að skella mér á hollenskunámskeið. Ætla svo að leita skáldið uppi, giftast honum og prjóna á hann lopapeysu. Flytjast til Groningen eða Gouda. Mikið geta Hollendingar annars verið þreytandi málóðir dónar.

2 comments:

Anonymous said...

,,Sem sagt" er skrifað í tveimur orðum í minni íslensku orðabók (þeirri sem kom út í kringum aldamótin síðustu) en þar stendur ,,semsé" bæði sem eitt og tvo orð. Hvaðan hefur þú þínar heimildir?

Hölt og hálfblind said...

Nú ég var að lesa skáldsögu eftir Einar Kárason og þar skrifar hann ítrekað semsagt í einu orði. Nú og þá bara athugaði ég þetta á orðabók.is og þar kemur fram að semsagt sé til sem eitt orð. En ég skal ekki segja. Mér hefur nú alltaf þó eðlilegt að skrifa þetta í tveimur orðum. Jahá.