Tuesday, January 27, 2009

Framtíðin er lesbískur forsætisráðherra

Það er allt að gerast hjá mér. En líka ekkert. Ég hugsa og hugsa og plana en geri svo ekkert. Horfi á sjónvarpið og hekla. Er nú að rembast við að vinna í mastersverkefninu mínu. Sit í labinu og hekla á meðan ég læt þátttakendur sitja við tölvu í klefa og svara spurningum. Svona eru sálfræðirannsóknir. Áhugaverðar! Ég er að skoða það í hundraðasta en síðasta sinn hvort ég geti farið og gert rannsókn í Hong Kong. Góðar líkur á því en áhuginn hjá mér hefur eitthvað dalað. Peningar setja strik í reikninginn. Væri líka gott að eyða bara vorinu á hjóli við sýkin í Amsterdam. Vinna í að finna mér phd stöðu og hollenskan kærasta. Hafa upp á skáldinu. Eða bara einhverju skáldi. Kaupa blóm og drekka Heineken. Bhaaaaa!

No comments: