Tuesday, August 05, 2008

Krassandi helgi

Ég var skýjum ofar um helgina. Lá í sólbaði á Stálfjalli og horfði niður á skýin sem lágu yfir Breiðafirði. Það var yndisleg tilfinning. Svo baðaði ég mig berbrjósta í Sjöundaá. Það var ákaflega hressandi. Ég stakk mér líka til sunds í jökulköldum sjónum í Breiðavík. Hrrrresssssandi. Sat og dinglaði fótunum niður af Látrabjargi og horfði á lundana, hrafnana, mávana og svartfuglinn fljúga fyrir neðan mig. Hvað fæ ég fyrir að birta myndir frá helginni hér?

3 comments:

Hrólfur S. said...

Þú færð ís frá mér.

Anonymous said...

Ég skal bjóða þér í fiskisúpu.

Anonymous said...

Bjór.