Tuesday, July 29, 2008

Nei ég geng ekki út ef ég held þessu áfram

Það er allt að gerast. Ég sit á næturvakt í vinnunni og er að gúffa í mig örbylgjupoppi. Ég er að hugsa um að fá mér aðra samloku með rækjusalati. Í dag fór ég í Vesturbæjarlaugina og synti þúsund. Átti að sjálfsögðu skilið þeyting úr gamla með jarðaberjum snikkers og bántí á eftir. Himneskt. Himneskt alveg hreint. Ég er næstum til í að hætta við að fara aftur til Amsterdam bara til að upplifa þetta reglulega. En hvað um það, í gær slysaðist ég á útsölumarkað í 17. Verslaði mér þar þrennar peysur, tvo boli og einar buxur á einu bretti. Allt á 80% afslætti. Maður er alltaf að spara og ég er svona líka gaasalega ánægð með kaupin. Nema hvað ég hef lengi haft það á stefnuskránni að fara að klæðast meira þröngu stuttu og flegnu. Ég gleymi því hinsvegar alltaf þegar ég fer að versla. Peysurnar og bolirnir voru semsagt úr herradeildinni, í XL. Buxurnar langt frá því að vera þröngar og kynþokkafullar. Og svo er ég að furða mig á því að ég gangi ekki út. Gangandi um í XL karlmannsfötum og gúffandi í mig hvítlauk í tíma og ótíma, hellandi í mig bjór. Ég lenti reyndar á nettum sjéns á laugardaginn. Þrátt fyrir að vera bara í jússu blússu og strigaskóm (já og í pilsi að neðan, ég er hætt að spranga um ber að neðan, hætti því þegar ég flutti af Baldursgötunni). En ég var með slaufu í hárinu og með bleikan varalit. Ungur og sætur kaffibarsdrengur bað sem sagt góðfúslega um leyfi til að reyna við mig. Ég veitti honum að sjálfsögðu leyfið. Ég beið átekta, dansaði og reyndi að vera sæt og kvenleg (þrátt fyrir jússu blússuna). Ekkert gerðist og ég fór á endanum bara heim. Sá það auðvitað eftir á að ég hefði auðvitað bara átt að reyna massíft við hann, skella í mig vískí og biðja hann um að koma í sleik. En ég er orðin svo ryðguð í þessum bransa. Þarf að fara að rifja upp gamla takta, hella aðeins betur í mig og vera hress. Ég ætla að vera hress um helgina. Spranga um Rauðasand og Látrabjarg í flís og gorítex. Eða bara á bikiníinu. Við sjáum til. Hlakka sjúklega til. Svo er það bara vinna vinna, vaka á nóttunni og sofa á daginn. Verð að fara að hitta á fólk. Styttist í að ég fari bara út aftur. Ef fólk hefur áhuga á að hitta mig má það fara að panta tíma. Það fer hver að verða síðastur.
Ást og kossar, mök, friður og fullnægja um verslunarmannahelgina, ykkar einlæg, bombe sexuelle.

4 comments:

Anonymous said...

Ég panta hér með nokkra aukatíma. Sem settlegri en sprækri frú skal ég svo ekki láta mitt eftir liggja og lifa samkvæmt kveðju þinni um helgina og segi bara: Þú líka fína píka! Komdu svo heil heim eftir þrammið og herlegheitin.

Anonymous said...

Úff, svona í klúrara lagi kveðja mín hér að ofan, en það verður bara að hafa það. Var samt edrú sko.

Anonymous said...

Hey!! Ég vil endilega panta tíma, plís viltu hitta mig?!! Ég var rosa glöð þegar ég aulaðist loksins að kíkja á bloggið þitt og sá að þú ert ennþá á landinu :) Meikum deit ok?

Knús frá Ellu klikk.

Anonymous said...

Hæ hæ hvað segirðu um kaffi á fimmtudaginn?
Call me.
xx Ágústa