Sunday, April 27, 2008

Moi et Marianne Faithfull


Jú svei mér þá ef lífið er ekki bara betra eftir nýju buxurnar. Nú treð ég bolum og skyrtum óhikað ofaní buxnastrenginn og hífi buxurnar eins langt upp og ég mögulega get. Gott að vera vel girtur. Það er yndisleg tilfinning að geta sest án þess að hafa áhyggjur af því að rassaskoran mín fín sé til sýnis fyrir mann og annan. Gott að geta staðið án þess að hafa áhyggjur af því að síðuspekið leki út fyrir buxnastrenginn ef ég er ekki í óléttukjól utan yfir. Og mér finnst ég algjör pæja.
Marianne Faithfull var líka með skyrtuna girta ofan í gallabuxurnar sínar. Kannski er það þroskamerki að fara að girða sig. Fólkið í salnum, sem flest var á milli fimmtugs og sjötugs, var líka yfirleitt vel girt. Nema þeir sem voru í hippamussum og lessurnar sem voru flestar í einhverskonar veiðivestum utan yfir stuttermabolina. Tónleikarnir voru ansi hreint góðir. Það verður ekki af konunni tekið að hún er kúlisti. Flottari viskírödd heyrir maður ekki og hún varalitaði sig oft á sviðinu, yfirleitt í miðjum lögum. Söng lög sem skrifuð hafa verið fyrir hana af Tom Waits, Mick Jagger, Polly Jean Harvey og Nick Cave svo einhverjir séu nefndir. Hennar eigin lög ekki síðri.

6 comments:

Anonymous said...

Þetta eru ansi hreint flottar buxur! Ég bara verð að spyrja hvar þú fékkst þær!

Kv
Lára Brynjuvinkona :-)

Hrólfur S. said...

Töff töff.

Anonymous said...

Tekur þig vel út vel girt! Og allt að grænka barasta. Ég kem í sumarfíling í þessari viku!!

Hölt og hálfblind said...

Ha ha já það er sko kominn sumarfílingur í Hollandi, 23 stiga hiti í gær :)
Buxurnar eru Acne, keyptar í rosa smart rosa dýrri búð á Utrechtstraat í Amsterdam.

Anonymous said...

já mér finnst þetta flottar buxur og þær eru greinilega þægilegar. Annars hef ég aldrei spáð í það að lífið verði betra eftir að hafa keypt flík en sennilega er það nú rétt ef maður er ánægður með gripinn :) Bestu þakkir fyrir kortin, ég ætla að láta börnin skrifa þér til baka. Og úff hvað ég væri til í að stika löngum skrefum (eins og við systur erum vanar að gera) um Amsterdam með þér núna í sólinni. Kv, Sigrún

Anonymous said...

væri til í að vera í Amsterdam líka núna. Og krakkarnir eru sjúkir þeim langar svo til að heimsækja frænku í útlöndum. Þau voru einmitt að skoða myndirnar sem við tókum í haust í Amsterdam í gær. Þeim finnst skrítið að það sé sjór svona út um allt inn í miðri borg.
Þetta eru örugglega heppilegar buxur .. ég væri til í eitt svona par. Kíki kannski í Kringluna á morgun þoli annars ekki að kaupa mér buxur finn aldrei neitt sem passar á minn feita rass;-)