Thursday, April 17, 2008

Í fréttum er þetta helst

Það er ýmislegt að frétta. Ég er að vinna að mastersverkefninu mínu þessa dagana. Upphaflega átti þetta "bara" að vera internship en þar sem metnaðurinn er svo gífurlegur hjá mér (eða ekki!) tók ég þá ákvörðun með leiðbeinendum mínum að gera þetta bara að alvöru rannsókn og láta hana gilda sem mastersverkefnið mitt. Núna vinn ég að undirbúiningi. Er að skrifa research proposal sem fer fyrir nefnd prófessora sem metur verkefnið. Þessu propósali ætla ég að skila í næstu viku. Þetta þarf að fara fyrir siðanefnd og ég þarf að láta lesa þetta margoft yfir og vesen. Svo þarf ég að búa til heljarinnar tölvuforrit til að nota til að framkvæma tilraunina sem er um að ef fólk heldur að það sé slúðrað um það þá hemji það hegðun sína. Tilraunina ætla ég að framkvæma í haust og hef því núna tvo og hálfan mánuð til að undirbúa dæmið. Ég varð því óvænt mjög afslöppuð eftir að þessi ákvörðun var tekin því að þetta gefur mér mun meiri tíma til undirbúnings. Ég fór allt í einu að hugsa um allskyns hluti sem að ég hef barasta ekki haft tíma eða orku til að huga að hingað til. Svona praktísk mál allskonar og er farin að hlaupa og lyfta lóðum og hanga á kaffihúsum og svo er ég að skoða hvort ég komist ekki til Hong Kong sem research intern á næsta ári. Bíð nú spennt eftir svari frá tveimur prófessorum þar sem ég skrifaði til varðandi þetta. Djöfull væri ég til í Hong Kong, en ég kann auðvitað ekki mikið í kínversku!
Serbinn er týndur og tröllum gefinn. Veit ekki enn hvort hann á kærustu þar sem ég hef ekkert heyrt í honum til að komast að því. Ansans lúðinn. Næsti gjörið svo vel.
Ég hef verið nokkuð dugleg við að skokka og lyfta lóðunum undanfarnar tvær vikur. Held ég eigi samt nokkuð langt í land til að ná Madonnu. Hún er svo djöfulli mössuð og skorin kellingin. Ég er öll svona mýkri eitthvað. Enda mikið fyrir að borða bakkelsi í Hollandi. Hollenskar smjörkökur allskyns eru daglegt brauð á diskinn minn. Mmmm bláberjamöffins, og marsipan crossaint og belgískt súkkulaði og mjólkurkaffi, ristað brauð með hnetusmjöri og súkkulaði, samlokur með miklum osti og sultu, eplapæ, ostakökur og súkkulaðikökur. Ég grennist nú varla. Fitna ekki heldur enda labba ég og labba, skokka og hjóla.
Nú heim á sker ætla ég í sumar. Er í skólanum út júní og þá þarf maður að dröslast heim í kuldann og vinna af sér eitthvað af yfirdrættinum. Ég hef fengið ákaflega rausnarlegt boð um að gista í mínu gamla herbergi á Skólavörðustígnum og trúlega verð ég að vinna með unglingunum blessuðum. Það er þó enn ekki alveg víst. Ég tek enn glöð á móti atvinnutilboðum. En ég er nú bara farin að hlakka til að koma heim, drekka rándýrt kaffi í miðbænum og dást að öllum hip og kúl listaspírunum sem vappa eflaust enn um bæinn í rándýrum designerfötum í bland við Kolaportsflíkur, knúsa börnin, jesúss minn góður hvað verður ljúft að fá knús og koss frá þeim, drekka kaffi með mömmu sín, kíkja í kaffi og koníak á Klapparstíginn og mat í Vesturbæinn, Árbæinn, Grafarholtið, Kópavoginn. Já ég býst við að fá mikið af matar og kaffiboðum. En þangað til ætla ég að halda áfram að njóta þess að vera í Amsterdaminni minni, reyna að vera dugleg að læra, taka á móti gestum, fara á tónleika og skreppa kannski til Parísar eða Barcelona, Istanbúl jafnvel. Vorið er loksins komið.

4 comments:

Anonymous said...

Gunnhildur!!! Þú ert frábær, dugleg, og líf þitt til mikillar eftirbreytni :-) Gangi þér áfram vel. Skál í smjördeig
Ása Björk

Anonymous said...

Þú ert skemmtileg :-)

Þú verður líka að koma í kaffi og/eða mat til mín.

Kv. Joe

Hölt og hálfblind said...

Ja takk fyrir tad :)
Ad sjalfsogdu kem eg lika i mat og kaffi (ja baedi bara takk fyrir) til tin Joe9 eg veit bara ekki hvad hverfid heitir sem tu att heima i!

Anonymous said...

Það er svo gaman þegar allt er að gerast. Mér finnst verkefnið þitt algjör snilld. Finnst hálf merkilegt að það hafi ekki verið gerðar fleiri slúðurrannsóknir í gegnum tíðina. Slúður er magnað fyrirbæri og þú mögnuð að láta þér detta þetta í hug. Já ég hlakka til að sjá þig í sumar, helmassaða.
Alda