Friday, March 30, 2007

Reykjavik Manchester Kraka Manchester Reykjavik

Hei hei hei gott fólk. Var að detta í hús með fulla ferðatösku af vodka. Er með fluffuteygju í hárinu, í útvíðum gallabuxum, útsaumuðum flókaskóm og Dolly Parton bol. Búin að éta og drekka á mig góða óléttubumbu. Ógeðslega gaman í útlöndum.
Hlakka til að sjá alla í Las Vegas. Vona að allir sem áttu að fá boðskort hafi fengið þau. Annars er bara að mæta.

Monday, March 19, 2007

Maður a sprellanum dansar a Sirkus

Eftir kampavínsdrykkju heimavið í gær ákvað ég að skreppa með Hrólfi á Sirkus. Þar dansaði um allsber Dani. Já maður þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt eftir ævintýrum.
Tæpur sólahringur í Dolly.

Sunday, March 18, 2007

Lifið er gott


Snillingur


Í nótt dreymdi mig að ég væri á tónleikum með Will Oldham í fjárhúshlöðunni heima að drekka kampavín. Mikið var ég svekkt að vakna. En í dag klæddi ég mig upp í nýja skó og fór í þrítugsafmælislunch hjá Jakobínu. Og sit núna heima og drekk kampavín, fagna því að vera komin í tveggja vikna frí. Í gær fór ég með sambýliskonunni og við keyptum okkur báðar nýja skó. Á morgun flýg ég til Manchester. Ekki á morgun heldur hinn eru Dolly Parton tónleikarnir. Eftir viku fer ég til Kraká. Eftir tvær vikur held ég upp á að hafa lifað í 30 ár (og að hafa haldið meydómnum öll þessi ár!) Svei mér þá ég held að lífið geti ekki orðið öllu betra.
Þess hefur gætt að fólk hafi áhyggjur af þemanu í afmælinu. Ég vil taka það fram að fólk þarf alls ekki að mæta í búning. Það væri vissulega gaman að fá eins og einn Elvis og einn Tom Jones. En ég legg áherslu á að Las Vegas fylgir fyrst og fremst mikið af glingri, glimmeri, pallíettum, fjöðrum, glamúr og almennri ýktri amerískrialþjóðamenningu. Nú og svo er bara að mæta með nóg af fimmþúsundköllum í nógu djöfulli miklu stuði. Ég hef haft smá áhyggjur af því að sökum brjálæðislega hás meðalaldurs í afmælinu (30 ár) verði alls ekki nógu mikið stuð. En ég treysti á að mínir kæru vinir og fjölskylda gefi skít í þreytu og þunglyndi þetta tiltekna kvöld og sletti ærlega úr klaufunum. Það er svo gaman. Jih hvað ég hlakka til.

Nýju skórnir hennar Joe9


Nýjustu skórnir mínir. Þegar Brynja sá þá sagði hún "vaaaá hvað þeir eru perralegir, ógeðslega flottir" Þeir minna vissulega á Serge Gainsbourg.


Næstnýjustu skórnir. Fallegt?


Ég hélt lítið matarboð um daginn og þá færði ein af mínum ljúfustu vinkonum mínum mér þessa fallegu túlípana.


Tom Jones

Friday, March 16, 2007

Viva Las Vegas viva Dolly

Það verður ekki leiðinlegt að sjá þessa konu á sviði

Eftir einungis fjóra daga. Ég trúi því varla. Allir mínir draumar eru að verða að veruleika!
Líka Las Vegas afmælið. Ég vonast til að sjá þennan þar

Annars er ég bara eitthvað útkeyrð og þreytt og hlakka mikið til að komast í frí. Ég get vonandi eitthvað bloggað frá útlöndum, skrifað krassandi bjórdrykkjusögur, sagt frá verslunarævintýrum og birt myndir frá tónleikunum. Ég lofa þó engu.
Lifið heil

Sunday, March 11, 2007

Stuð stuð stuð

Ég var að vista númerið hjá Sólbaðstofunni 101 í símanum mínum og hef þegar farið í einn tíma. Ég er búin að panta mér förðun fyrir daginn og kaupa mér hárlit. Las Vegas Las Vegas Las Vegas Las Vegas! Ég ætla að sleppa brjóstastækuninni sem ég var að pæla í að fara í. Þau eru alveg nóg svona bara held ég. Mér hefur gengið illa í megruninni sem átti líka að fylgja afmælisundibúningi. Alltaf að gúffa í mig smjöri og sykri, en það er nú gott fyrir brjóstin! Gengur heldur ekkert svo vel að safna hári. Alltaf eitthvað að vesenast í klippingu. Rosa flippuð eitthvað. Ég er þó með smá lufsu þarna aftan á sem ég get nú talið sem sítt hár. Kannski ég fari í hárlengingu í Póllandi og gervineglur. Djöfulsins snilld væri það. Koma bara með full blast austurevrópu lúkk til baka, beint í Las Vegas teitið. Já já já ég er að fara í næstu viku að sjá Dollý, kíkja á breska stráka og pólska menningu.

Lengi lifi stuðið.

Tuesday, March 06, 2007

Þema


Ég er búin að kaupa mér fabulous Las Vegas kjól og er að föndra boðskortin. Nú er bara málið fyrir væntanlega gesti mína að fara að byrgja sig upp af glimmeri, glingri, glamúr, fjöðrum og fjöri. Það væri vel þegið að allavegana einn Elvis mætti á staðinn, einn prestur og að fólk mæti vaðandi í fimmþúsundköllum til að geta tekið þátt í fjárhættuspilum.
Stuð og stemmning.

Thursday, March 01, 2007

Ekki lata deigann siga Hrolfur minn

Ég hvet alla til að skilja eftir hughreystandi komment hjá Hrólfi kallinum. Hann er eitthvað að efast um bloggið sitt, enn eina ferðina. Finnst hann ekki hafa um neitt að skrifa, lífskúnstnerinn sjálfur. Og öfundast mikið út í mig með nágrannana mína.
Nú hefur dópsalinn tekið upp á því að flagga á svölunum hjá sér. Íslenski fáninn blaktir því við svalir núna 1.18 aðfaranótt föstudags. Skildi hann vera að auglýsa nýja og ferska krakksendingu eða bara að sýna Óla og Dorrit virðingu?
Og já nettengingin er komin í hús. Nágranninn hefur bara brugðið sér í vetrarfrí og slökkt á netinu á meðan. Velkominn heim vinur. Hah! kannski er það dópsalinn sem er með nettenginguna og hefur verið í verslunarferð í Suður Ameríku. Það er lógískt.
Ég hef samt ákveðið að hætta að kalla manninn dópsalann. Ég er að hugsa um að skýra hann bara Krakkmund eða Kókhund.