Sunday, March 11, 2007

Stuð stuð stuð

Ég var að vista númerið hjá Sólbaðstofunni 101 í símanum mínum og hef þegar farið í einn tíma. Ég er búin að panta mér förðun fyrir daginn og kaupa mér hárlit. Las Vegas Las Vegas Las Vegas Las Vegas! Ég ætla að sleppa brjóstastækuninni sem ég var að pæla í að fara í. Þau eru alveg nóg svona bara held ég. Mér hefur gengið illa í megruninni sem átti líka að fylgja afmælisundibúningi. Alltaf að gúffa í mig smjöri og sykri, en það er nú gott fyrir brjóstin! Gengur heldur ekkert svo vel að safna hári. Alltaf eitthvað að vesenast í klippingu. Rosa flippuð eitthvað. Ég er þó með smá lufsu þarna aftan á sem ég get nú talið sem sítt hár. Kannski ég fari í hárlengingu í Póllandi og gervineglur. Djöfulsins snilld væri það. Koma bara með full blast austurevrópu lúkk til baka, beint í Las Vegas teitið. Já já já ég er að fara í næstu viku að sjá Dollý, kíkja á breska stráka og pólska menningu.

Lengi lifi stuðið.

4 comments:

Anonymous said...

Guð hvað mér líst vel á þetta. Hlakka til að sjá þig með pólsku hárlengingarnar.

Anonymous said...

Ég var í Kaupmannahöfn um helgina og prufaði hárlengingu þar og mér var sagt að ég væri ótrulega lík Paris Hilton. Ekki leiðum að líkjast. Ég færi varlega í þær þar sem það er óþægilegt að vera alltaf stoppaður úti á götu í misgripum fyrir Penelope Cruz eða eh.

Anonymous said...

Áshildur Hilton...og eru nú með hár niðrá rass??
Ása pjása

Anonymous said...

Ah, er ekki lífið ljúft ... bara fimm dagar í Dolly P.