Friday, February 23, 2007

Einstæði faðirinn er mættur aftur á tröppurnar með kaffogsígó!!! Jónína heldur því fram að hann hann hafi braggast og sé í skárri fötum. Svona getur lífið verið óútreiknanlegt og spennandi. Hvar hefur hann verið? Þetta er ótrúlega dularfullt mál.

Ég sendi skólaumsókn nr.2 út í heim í dag. Jeih og jibbícola ;)

Ég hef ekki fengið hamborgara í margar vikur. En hugsa um hamborgara daglega. Verð að fara og fá mér borgara maður! Borðaði hinsvegar sushi með Jakobínu á miðvikudaginn og hvítvín með og súkkulaðiköku og kaffi á eftir. Himneskt.

Ég er að fara að kaupa mér nýja skó á morgun. Sjitt ég fæ stressblandinngleðihnút í magann. Er eiginlega búin að sannfæra sjálfa mig um að ég eigi skilið 3 pör af nýjum skóm!!! Ein hversdagsstígvél í KRON og eina spariskó þar. Og svo eitt par af strigaskóm í Manchester eða Póllandi. Á morgun á ég skilið skó af því ég er sleppa laugardagsvaktinni með unglingunum og er að fara að þrífa klósett og gólf í staðinn og græða á þessum skiptum um það bil 15 þús. krónur. Hvað gerir kona annað við 15 þúsundkall aukalega annað en að kaupa sér nýja skó? Þessi spurning er auðvitað út í hött og óþarfi. Par númer tvö á ég skilið af því ég vinn hjá ríkisstofnun út í rassgati og fæ lítið sem ekkert í kaup nema núna um næstu mánaðarmót þegar ég fæ kauphækkun 10 mánuði aftur í tímann. Þriðja parið á ég skilið af því að ég er að fara í vetrarfrí af því ég vinn á nóttunni og um helgar og jól og páska á ríkisstofnuninni og er farin að vinna aukalega í fatabúð þegar ég er ekki að vinna þar. Og svo hljóta skór að vera ódýrari í Manchester og Póllandi en Rvk city.

Sko ég verð að viðurkenna að ég er enn í vafa um þemað í afmælinu mínu. Valið stendur á milli: París með smá hinti af New York og Shanghai og Ann Nicole Smith, með slurk af Britney Spears og Kate Moss.

Thursday, February 22, 2007

Fritiminn

Bara svo það sé á hreinu þá vinn ég alveg djöfulli mikið líka. Það er ekki eins og ég hafi ekki mætt í vinnuna seinnipartinn þennan dag og verið að díla við óþolandi unglinga fram að miðnætti, vaknað svo kl.6.50 daginn eftir og haldið áfram að eiga við erfiða unglinga. Ég er ekkert alla daga bara að hanga á kaffihúsum. Það vill bara svo til að ég vel að verja mínum frítíma á þennan hátt. Ef ég ætti minn eigin mann myndi ég að sjálfsögðu verja frítímanum í að búa til börn og ala þau og elda handa manninum mat og prjóna sokka á grenjandi börnin!

Tuesday, February 20, 2007

Djup speki

Stundum finnst mér eins og ég eyði of miklum tímá í:
a) að sofa
b) að borða
c) að baða mig, greiða mér, klæða mig, mála mig
d) að hanga
Ég gæti lifað þýðingarmeira lífi ef ég minnkaði þetta til muna. Minnkaði svefninn um 40%, borðaði helmingi minna og hætti að mála mig og klæða mig, nei hætta að pæla í því í hvað ég klæði mig, baða mig bara annan hvern dag og minnkað kaffihúsahangs um 90%. Tímann sem mundi vinnast gæti ég varið í prjónaskap, tungumálanám, lestur fræðigreina og heimsbókmennta. Ég gæti skapað meira og notið þess betur sem lífið hefur upp á að bjóða. Hitt fleira fólk, hreyft mig meira og ræktað heilann.
En stundum finnst mér líka eins og að lífið væri varla þess virði að lifa því ef ég fengi ekki að sofa út, borða vel og mikið og fara í freyðibað. Í dag til dæmis svaf ég til klukkan ellefu, borðaði, fór í bað, málaði mig og sit svo á kaffihúsi með tískublað og kaffi. Svei mér þá ef það eru ekki þessir dagar sem gefa lífinu þýðingu!

Ég verð að biðja ykkur að sýna mér skilning og vera þolinmóð þegar kemur að afmælinu. Þetta er orðið svo svakalegt issjú að ég er barasta komin í algjöra flækju með þetta. Er að hugsa um að sleppa því bara að hafa þema og skera gestalistann niður úr 60 í 30. Stemmningin fer hríðminnkandi! Náði held ég hámarki þarna í vikunni eftir 29 ára afmælið og verður trúlega orðin að engu þann 3.apríl. En það er aldrei að vita nema stemmningin toppi þarna 31. mars. Vonum það besta. Allavegana ekki afpanta flugið heim kæru vinir, heimsborgarar.

Friday, February 16, 2007

Skohornið

Ef ég fæ kauphækkun marga marga mánuði aftur í tíman, má ég þá ekki kaupa mér nýja skó? Jafnvel tvö pör?
Mér finnst Justin Timberlake sætur og svalur gaur. Get ekki að því gert. Hvort skyldi hann ná mér upp að mitti eða brjóstum!
ummmmh dansa við Justin í nýjum skóm. Það gerist nú vart betra en það.

Thursday, February 15, 2007

Enn af nagrönnum

Nágranninn hefur trúlega ekki borgað fyrir internetið. Þessvegna hef ég ekki haft nettengingu heima núna í tvær vikur! Ferlegur andskoti. Það er nú varla hægt að bjóða manni þetta. Ég veit samt ekkert hver þetta er. Það er þessvegna lítið sem ég get gert í þessu. Fer varla að banka upp á hjá öllum í nágrenninu til að tjékka á þessu. Allavegana bara meiri og betri ástæða fyrir mig að hanga á kaffihúsum.
Það hefur gætt örlítils misskilnings varðandi nágrannana á móti. Dópsalinn og einstæði faðirinn síreykjandi eru EKKI sami maðurinn. Nei nei. Dópsalinn býr á efri hæðinni og einstæði faðirinn á hæðinni fyrir neðan. En einstæði faðirinn er týndur og tröllum gefinn. Hefur hvorki sést tangur né tetur af honum í marga mánuði. Það er hið dularfyllsta mál. Íbúðin stendur auð en blómin dafna í gluggunum og einstaka sinnum sést ljóstýra í eldhúsinu. En ég er ekkert svo svekkt. Ég mætti honum á göngu þarna rétt áður en hann hvarf og komst að því að maðurinn nær mér rétt upp að öxlum og hann var í rauðri úlpu, með ljóta klippingu.
Í húsinu við hliðina á dópsalanum og einstæðaföðurnumtýnda er að því er virðist kommúna. Þar streymir inn og út fólk af öllum stærðum og gerðum, aldri og hárlit. Og þetta er pínulítið hús sko. Ég held samt bara að um sé að ræða stóra og samheldna fjölskyldu sem auk þess leigir út 2-3 herbergi. Athyglisvert samt.

Ég er búin að ákveða þemað fyrir afmælið. Það er bara svo halllærislegt að ég þori ekki að tilkynna það. Geri það þegar ég verð búin að hella í mig eins og einni flösku af góðu frönsku rauðvíni og borða með henni osta.

Saturday, February 10, 2007

I gær i dag á morgun nagranninn afmælið

Ég var í matarboði í gærkveldi. Gestgjafinn eldaði stórkostlega fiskisúpu og bakaði brauð og köku í eftirrétt. Ég drakk rauðvín með. Stórgott, takk fyrir mig, Hanna. Á eftir fórum við á barinn og þar fékk ég mér jagemeister og dansaði fram á morgunn. Ég er eitthvað hálf slöpp í dag. Hressandi. Held ég liggi bara í sófanum í kvöld. Drekki smá kók og horfi á einhverja góða melankólíska evrópska artí fartí mynd. Eða jafnvel bara Fargo. Langt síðan ég hef séð kyntáknið Steve Buscemi á skjánum. Á morgun ætla ég líka að liggja í sófanum. Bregð mér kannski í Vesturbæjarlaugina og geri svo túnfiskpizzu. Þetta er ágætt líf sem ég lifi.

Óvenju hátt hlutfall rauðhærðra kvenna

Ég hef víst ekki staðið mig í að fræða fólk um ævintýri nágrannans góða. Hann var semsagt handtekinn um síðustu helgi eftir að hafa hent handlóðunum sínum í lögregluna. Daginn eftir var hann kominn út á svalir að viðra sængina sína með sígarettu í munnvikinu. Sængin er enn á svölunum. Maðurinn er auðvitað bara snillingur.

Þemað í afmælinu verður tilkynnt í vikunni. Fylgist með.


Það er svipur með mér og Dorrit, ég get svo svarið fyrir það.

Thursday, February 08, 2007

A netinu

Ég mæli með Facehunter og Dr.Gunna. Svo er Hrólfur auðvitað klassík.

Tuesday, February 06, 2007

Nú er kjörið að vinna eins og brjálæðingur fram að næstu helgi og fara í freyðibað þess á milli. Svo er líka upplagt að kaupa miða á tónleika. Það eru held ég enn til einhverjir miðar á evróputúrinn hennar Dollý og svo eru Blonde Readhead að spila á klakanum í apríl og líka sænska súpertríóið. Og svo bara fara eins mikið í bíó og rassgatið leyfir. Líka búin að sjá Little Miss Sunshine og Night at the museum. Önnur stórkostleg, hin kjörin til að bjóða krúttlegum þríburum á.

Friday, February 02, 2007

Eitthvað að gera

Nú og þegar þú hefur lesið þetta fallega ljóð um það bil tíu sinnum yfir er kjörið að hlusta á útgáfu Trabant af laginu. Hún er frábær. Og svo mátt þú skoða myspacið mitt: http://www.myspace.com/gunillasvenson. Svo get ég mælt með því að fara að sjá Foreldra og Babel. Góðar myndir. Sá líka Dreamgirls. Hún er spes. En jú ég hafði gaman að henni. Já já. Svo væri heldur ekki úr vegi að skella sér út úr bænum um helgina. Ég verð í sveitinni, Grafarvoginum. Prjónaskapur léttir líka alltaf lundina og er góð afþreying. Góða helgi.

Thursday, February 01, 2007

Björt ljos borgarljos

Ég hef ekki verið í neinu bloggstuði undanfarið. Og ég er það ekki enn. Þessvegna ætla ég að leyfa Magnúsi Þór Jónssyni að skemmta ykkur í dag.

Björt ljós borgarljós

Ég er fæddur undir fjallinu
en mér féll ekki líf í sveit
mér fannst búskapurinn baslið tómt
og borgin gefa fyrirheit
og með þungri og vaxandi þrá
þangað hugurinn leit

Svo eirði ég loks ekki lengur
ég hafði látið mig dreyma nóg
ég fékk ekki fararleyfi
fór ég þó
og yfir fjöll og firnindi
að finna gæfuna þar sem hún bjó

Svo sá ég borgina bera
við blámann það var tekið að rökkva
ég féll í stafi af fögnuði
ég fann hvorki heimþrá né klökkva
og á kaf í leiftrandi ljóshafið
lét ég mig sökkva og sökkva

Björt ljós borgarljós
þið blekktuð mig einsog alla fyrr og síðar
váljós villuljós
ég verð í þessum sporum dagshríðar
ég hata þig borg einsog hjartað í brjósti mér
því hendurnar þínar banvænu eru svo blíðar

Ég var sonur bóndans á bænum
með blá augu og ljósa lokka
og drottningar gera sér dælt við mig
þær vilja dufla við litla hnokka
þær hvísla að mér hásar: þú ert svo hrár og ferskur
hjartað mitt láttu nú klárinn þinn brokka

Og með koss á kirsuberjavörum
kúri ég mig hjá þeim öllum
með augnskugga maskara ælæner
ættaður lengst onúr fjöllum
þú ert svo krúttlegur hvísla þær
og komin af tröllum

Og þyngdaraflið það örmagnast
tíma og eilífð er varpað fyrir róða
og það snjóar óminni og alsælu
upphaf speglinum góða
og björt ljósin þau blinda mig
en á borgina fellur móða

Björt ljós borgarljós
þið blinduðuð mig einsog alla fyrr og síðar
váljós villuljós
ég verð í þessum sporum dagshríðar
ég hata þig borg einsog hjartað í brjósti mér
því hendurnar þínar banvænu eru svo blíðar

Ég hef ekki lengur mína lokkandi brá
lífið tók hana frá mér
en sú litla og stopula stund
sem ég stóð hér við hún er skráð öll á mér
og til þess eru vítin að varast þau
það vill enginn lengur sofa hjá mér

Og þannig fór um ferðina mína
hún er fljótsögð restin
á klósettinu á stöðinni þar sit ég og svitna
þeir segja að það sé pestin
en dauðinn hann hinkrar við dyrnar
ó drottinn minn bara að ég væri laus við frestinn

Það er dimmt þó sé ég dálítið til
því á dyrnar er komin rifa
ég hlusta eftir hjóði
ég heyri klukkuna tifa
það er sjálfsagt nokkuð síðbúið
en svo læra menn að lifa