Thursday, February 15, 2007

Enn af nagrönnum

Nágranninn hefur trúlega ekki borgað fyrir internetið. Þessvegna hef ég ekki haft nettengingu heima núna í tvær vikur! Ferlegur andskoti. Það er nú varla hægt að bjóða manni þetta. Ég veit samt ekkert hver þetta er. Það er þessvegna lítið sem ég get gert í þessu. Fer varla að banka upp á hjá öllum í nágrenninu til að tjékka á þessu. Allavegana bara meiri og betri ástæða fyrir mig að hanga á kaffihúsum.
Það hefur gætt örlítils misskilnings varðandi nágrannana á móti. Dópsalinn og einstæði faðirinn síreykjandi eru EKKI sami maðurinn. Nei nei. Dópsalinn býr á efri hæðinni og einstæði faðirinn á hæðinni fyrir neðan. En einstæði faðirinn er týndur og tröllum gefinn. Hefur hvorki sést tangur né tetur af honum í marga mánuði. Það er hið dularfyllsta mál. Íbúðin stendur auð en blómin dafna í gluggunum og einstaka sinnum sést ljóstýra í eldhúsinu. En ég er ekkert svo svekkt. Ég mætti honum á göngu þarna rétt áður en hann hvarf og komst að því að maðurinn nær mér rétt upp að öxlum og hann var í rauðri úlpu, með ljóta klippingu.
Í húsinu við hliðina á dópsalanum og einstæðaföðurnumtýnda er að því er virðist kommúna. Þar streymir inn og út fólk af öllum stærðum og gerðum, aldri og hárlit. Og þetta er pínulítið hús sko. Ég held samt bara að um sé að ræða stóra og samheldna fjölskyldu sem auk þess leigir út 2-3 herbergi. Athyglisvert samt.

Ég er búin að ákveða þemað fyrir afmælið. Það er bara svo halllærislegt að ég þori ekki að tilkynna það. Geri það þegar ég verð búin að hella í mig eins og einni flösku af góðu frönsku rauðvíni og borða með henni osta.

No comments: