Friday, February 16, 2007

Skohornið

Ef ég fæ kauphækkun marga marga mánuði aftur í tíman, má ég þá ekki kaupa mér nýja skó? Jafnvel tvö pör?
Mér finnst Justin Timberlake sætur og svalur gaur. Get ekki að því gert. Hvort skyldi hann ná mér upp að mitti eða brjóstum!
ummmmh dansa við Justin í nýjum skóm. Það gerist nú vart betra en það.

7 comments:

Anonymous said...

Komdu nú með þemað. Þú getur ekki haldið okkur lengur í þessari óvissu.

Anonymous said...

Justin er svoooo flottur. Dansar eins og möðerfokker. Love him.

Tinna said...

Hvar fær maður vinnu þar sem maður fær kauphækkun marga mánuði afturábak?

Anonymous said...

Heitir hann ekki Justin Timberland?

Anonymous said...

Auðvitað máttu kaupa þér skó! Ég fór beinustu leið í KRON og skellti mér á eitt par. Ef þetta er ekki nógu góð afsökun þá veit ég ekki hvað.

Ef þú ert eitthvað að hika við seinna parið þá minni ég bara á vísindastyrkinn sem kom einnig nýlega í hús...

Þú ert alltaf velkomin í kaffi á Fálkagötuna, það væri gaman að ræða framtíðarplönin.

Hölt og hálfblind said...

Nei hann heitir Timberlake, hvar hefur þú verið anonímús!!!
Nú maður fær sér illa launaða vaktavinnu hjá ríkinu Tinna mín. Þá eru miklar líkur á að lögbundnir samningar náist ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir að þeir áttu að ganga í gildi. Og þá eru kreistar út lágmarks, lágmarks hækkanir. En maður má samt kaupa sér skó.
Já heyrðu Ausa ég þarf að kíkja til Frikka sál, vin okkar og félaga í Odda í vikunni. Kannski ég slái þá bara tværi flugur í einu höggi og þiggi kaffisopa á Fálkagötunni í leiðinni ;)

Anonymous said...

Endilega kíktu í kaffisopa eftir heimsóknina til Frikka. Get ekki lofað jafn miklu fjöri og á endurfundum ykkar Frikka en ætli kaffið sé ekki betra hjá mér en í Odda. Ég held að ég sé alveg laus fimmtudag og föstudag og meira en til í kaffidrykkju :)