Thursday, June 14, 2007

Sumarfrí

Ég ætla að taka mér sumarfrí og einbeita mér að útiveru, prjónaskap og lestri góðra bóka. Á dagskránni er sumarbústaðarferð, ganga á nokkur fjöll, Fimmvörðuháls og Þórsmörk, Laugavegurinn í júlí, Proust og Gunther Grass, klára bleiku peysuna og byrja á röndóttri alpaca peysu. Aldrei að vita nema maður skelli sér á Hvannadalshnúkinn, allavegana ef ég á leið um Skaftafell. Nú og svo flýg ég út til Hollands 12.ágúst. Hef jafnvel hugsað mér að kíkja aðeins yfir til Frakklands áður en ég byrja í skólanum í byrjun september. Æh svo ætla ég líka bara að sofa einhvern slatta í rigningunni, gúffa í mig fullt af grilluðum hamborgurum og hanga á barnum, sötra bjór og þamba kaffi. Ég þarf nú að halda orðspori étandi, sofandi, drekkandi La bombe sexuelle.
Gott sumar gott fólk. Ég er farin í bloggfrí.

3 comments:

Anonymous said...

Gleðilegt sumar frá blogginu! Líst vel á planið. Detox-bomban er greinilega líka farin í frí, um að gera.

Anonymous said...

Gledilegt sumar, treysti a daglegt blogg fra og med 12. agust!

Anonymous said...

Hae pae!!! Mikid list mer vel a thig og alla utivistina hja ther i sumar... Kannski ad eg skelli mer bara lika upp Esjuna thegar eg kem heim i juli... Vonandi rekst eg a thig tha.

Bestu sumarkvedjur,

Linda