Thursday, June 21, 2007

Fréttainnskot

Ég biðst velvirðingar á að rjúfa þetta útsendingahlé. Sumum fréttum bara verð ég að koma frá mér.
Í fyrradag kleif ég Hafnarfjall. Hélt lengi vel að það væri ókleift fjall þar sem skriður og þverhníptir klettar blasa við manni frá Hafnarmelunum. En nei nei mér og systrum mínum munaði ekki um að tölta upp á það hinum megin frá. Í gær fékk ég mér svo sundsprett í Borgarfirðinum. Það var hressandi. Mæli með sjósundi við Íslandsstrendur ;) Í dag hrapaði ég svo niður af háaloftinu heima. Fór þangað upp að sækja bakpokann minn fyrir Fimmvörðuhálsgöngu, nema hvað helvítis loftið gaf sig og ég féll flöt og bjargarlaus niður á stofugólfið! Aumingja ég, hélt um stund að ég væri dauð. En verið óhrædd ég skrifa þetta fréttainnskot ekki af himnum ofan eða úr kjallaranum heita heldur bara úr sófanum heima. Er einungis örlítið skrámuð og marin á handleggjunum og með stóra kúlu á höfði. Stefni ótrauð á Fimmarann á morgun og að baða minn marða búk í sólinni í Þórsmörk um helgina.
Já gott fólk hætturnar leinast víða. Farið varlega heima við hróin mín. Over and out.

3 comments:

Anonymous said...

Þetta er mikil lífsreynsla á innan við tveimur sólarhringum, geri aðrir betur! En mikið er ég nú sérdeilis fegin að þú skyldir ekki meiða þig meira gæskan.

Hrólfur S. said...

Við söknum þín!

Anonymous said...

Ætlarðu ekki einu sinni að blogga um rassinn á Óla?