Thursday, April 26, 2007

Hver þarf demantshring?

Í gær var ég með kvíðahnút í maganum yfir mikilvægri ákvörðun sem taka þurfti. Átti ég að kaupa demantshring, tösku, verðbréf eða barn fyrir peningana mína. Valið stóð lengi vel á milli barns og demantshrings. Vinkona mín benti mér hinsvegar hugulsöm á að barnið yrði nú ekki alltaf til, það yrði að lokum fullorðið og svo vitum við hvað gerist fyrir alla. Nú en demantshringurinn gæti farið út tísku. Ég keypti mér því Chloé kjól. Óggisslega fínan. Og í takt við nýtt markmið sem ég hef sett mér í lífinu: að vera meira í svörtum fötum. Öfugt við marga aðra sem langar að klæðast meira litum er ég orðin svolítið leið á að líta alltaf út eins og jólatré.
Hvað segiði annars kosningar, barnaklám og heilsufæði. Kjósa Samfylkinguna, ekkert barnaklám og borða hollt. Þeir sem vilja lesa um menningu og djúpar heimspekipælingar ættu að lesa Hrólf.
Ætla út að skokka.

Skoða þetta
  • Chloé


  • Já og ég ætlaði ekkert að kaupa barn sko. Bara svona styrkja barn um fæði og klæði og nám. Geri það bara aðeins seinna.

    4 comments:

    Anonymous said...

    ohh, Snilld. Mig langar líka í Chloé kjól. Hef bara mátað Chloé töskurnar hjá Sævari karli.... Þú þarft að kaupa þér eina slíka.

    Hölt og hálfblind said...

    Já einmitt af því að þær kosta bara 140þúsund!!!

    Anonymous said...

    Ég vona að þú hafir keypt kjólinn í réttri stærð. Það þýðir ekkert að ætla sér að skokka sig grennri í hann, bara njóta þess að vera í góðum og flottum línum með smá síðuspik.

    Anonymous said...

    Vó en fæturnir á fyrirsætunni, meira eins og á strút en stúlku.
    Sigrún