Wednesday, April 04, 2007

Byrjum a þessu

Hellú hellú. Það hefur verið mikið um að vera og hvar skal byrja? Byrjum bara á endinum. Gærdeginum. Þrítugsafmælisdeginum. Fertugsaldurinn. Fagnaði honum með kökuáti, rauðvínsdrykkju og indverskum mat. Ljómandi alveg.
Nú og svo teitið fræga á laugardaginn. Gott partý maaður. Las Vegas í fjórtánda veldi. Allt tótallí óver the topp. Sjúkar skreitingar sem skreitinganefndin sá um.

Thanks a lot gals, you did a fabulous job.

Nú og svo sáu systur mínar og mæður (já hún móðir mín er svo stórkostleg að hún á skilið að vera nefnd í fleirtölu) um veitingarnar. Hnallþórur á borgfirska vísu og svo Las Vegas kakan góða.


Og að sjálfsögðu pólskt vodka. Jeih og jibbícola.


Systurnar og Einararnir mættu svo í nýjasta nýju frá Las Vegas og mamma var líka í miklu stuði.



Ég var líka fín og í miklu stuði.



Nú og svo mætti Elvis að sjálfsögðu og presturinn og glaumgosinn.




Og Ðí sjóvgörl með lífverðinum sínum.


Já það er stuð og mikil læti að vera þrítugur.

2 comments:

Ólöf said...

til hamingju með afmælið elsku gunnhildur! synd að hafa misst af partýinu, ég veit nákvæmlega í hverslags las vegas dressi ég hefði getað mætt í... er reyndar að plana ferð til las vegas í júní og mun aldeilis skála fyrir þér þar!
knús,
ólöf

Anonymous said...

Jesús hvað þær eru flottar systurnar... og Einar Valdimarson slær ekki vindhöggin. Ótrúleg mynd af honum. Er að hugsa um að nota hana dáldið þessa.
Til hamingju með afmælið ljúfan mín
Ása Pjása