Thursday, May 25, 2006

Fréttir

Það var mikið um að vera hjá fleirum en mér um síðustu helgi. Eitthvað virtist ganga á hjá dópdílernum á móti. Allavegana sá lögreglan ástæðu til að heilsa upp á kauða á laugardaginn. Vini okkar fannst nú ekkert sjálfgefið að vera að opna eitthvað einn tveir og þrír fyrir vörðum laganna og lét bíða lengi eftir sér. Hann hefur trúlega bara verið sofandi, elsku vinurinn. Staulaðist seint og um síðir út á svalir til að gá hvað gengi á, konan hans birtist svo á mjög dularfullan hátt úr kjallaranum og opnaði. Verðirnir fóru þá inn í íbúðina en komu fljótlega aftur út, ekki búnir að handtaka dílerinn eða neitt. Ég er reyndar farinn að efast um að maðurinn sé að selja eiturlyf. Hann virðist of mikil fyllibytta til að geta haldið einhverjum bissness að ráði gangandi og dularfullar gestkomur hafa engar verið undanfarið. Í dag var hann hress, ber að ofan í gallastuttbuxum að drekka bjór á svölunum. Skellti sér svo á hlírabolnum og stuttbuxunum út að hjóla um níuleitið í kvöld (á mbl.is kemur fram að það var 7.stiga hiti í Reykjavík kl.21). Virkaði ekkert mjög fullur þá.
Annars hefur einstæði faðirinn ekkert sést í háa herrans tíð. Við sambýliskonurnar erum að sjálfsögðu með kenningar um það hvað orðið hefur um manninn. Jónína heldur því fram að hann sé kominn á sjóinn, fari á svona mánaðartúra. Mér finnst þetta góð kenning. Mér finnst einnig trúlegt að hann sé bara hættur að reykja. Hann hefur því litla sem enga ástæðu til að fara út fyrir hússins dyr. Hann getur bara setið við tölvuna óáreittur daginn út og inn. Önnur kenning er að hann sé svo hræddur við dópdílerinn eftir að þeim lenti saman um daginn. Hann sé því farinn að reykja inni bara. Og laumist óséður bakdyrameginn út í Krambúð til að kaupa sígó. Annars sá ég hann svona í návígi eftir áramótin einhverntíman og leist eiginlega ekkert á hann. Hann er pínulítill og asnalegur. En hei, allt er hey í harðindum!


Lögreglumennirnir ráða ráðum sínum eftir að hafa staðið eins og aular fyrir utan hjá nágrannanum í u.þ.b. 30 mínútur.

No comments: