Monday, March 05, 2012

Chewie og ég

Jú, ég get víst skrifað um ræktina. Fór í tíma í dag eftir að hafa náð að skrifa heila blaðsíðu í verkefninu mínu. Tíminn var svokallaður tabata tími sem er algert æði. Hann er æði af því að kennarinn er æði. Sykursætur unghommi, tágrannur og sjúklega sólbrúnn. Ofurhress í neonlitum íþróttabol. Spilar einhvert æðislega hallærislegt júrótekknó og Abba. Ég stóð sjálfa mig að því í tímanum í dag að mæna á hann þegar ég átti bara að vera að mæna á tærnar á mér eða eitthvert. Fylgja honum eftir hvert fótmál með augunum og renna þeim upp og niður hans langa líkama. En aðallega bara brosa að því hvað hann virðist hress og lífsglaður. Og brúnn. Ég hinsvegar. Já, ég! Mætti nokkuð hress. Hvítari en hvítt. Meira svona kannski út í grábleikfjólublátt einhvernvegin. Og komst að því, þegar ég var orðin nokkuð smekkleg í svörtum hlýrabol og hnésíðum jógabuxum að ég var loðnari en Chewbacca sjálfur.
Ekki það að þar er auðvitað ekkert leiðum að líkjast. Og mér finnst bara töff að vera með loðna leggi og með brúska undir höndum (svona smá, stundum, who cares) en ég er bara svo mikið hrædd um að ég hafi ofboðið kennaranum. Hann svona brúnn og pottþétt vaxaður á bringunni og allsstaðar. Trúlega er honum skítsama um mína loðnu. En ég ætla ekki að taka sjénsinn. Mæti í meira hyljandi fötum næst, síðum íþróttabuxum og stuttermabol ;)

No comments: