Sunday, December 06, 2009

Dagur 51

Það er gaman að vera búin með verkefnið. það er gaman að vera túristi. Í dag fór ég til Lamma og skoðaði stærsta brons Búdda líkneski sem er útivið. Já takið eftir að ég segi brons og útivið. Það eru víst til miklu stærri líkneski en þetta er úr bronsi og úti. Og bara nokkuð gaman að sjá. Eitt af því sem maður gerir sem túristi í Hong Kong. Tekur snúru bíl (cable car) upp í hæðirnar á Lamma eyju og myndar Búdda. Snúru bíllinn er brjálaður. 30 mínútna ferðalag á snúru upp yfir sjó og fjöllum. Mikið ævintýri fyrir lofthræddar kellingar eins og mig. Myndir:


Lagt af stað í ferðalag í snúrubíl



Stjörf af hræðslu en reyni að brosa í gegnum tárin. Vænn samferðamaður tók mynd.



Hangi á stúru yfir firði



Yfir fjöllunum. Búdda blasir við í fjarska.



Einhver svona búdda týpa. Hæsta fjall Hong Kong í baksýn. Ég er að velta því fyrir mér að tölta þarna upp.



Þarna erann Búdda.



Hof.



Inní hofi.



Ágætis hatta úrval.



Fleiri hattar og ég.



Hattur og ég.



Merry christmas.

4 comments:

Jóhanna S said...

Hæ skvís. Flottar myndir. Ævintýri hjá þér eftir vinnutörnina. Svo styttist í þig, hlakka til að sjá þig :)

Unknown said...

Mikid rosalega ertu hugrökk. Ég fæ í magann vid ad horfa a mydirnar.

Sigrún sys said...

vá en merkilegt, snúrubíll! Já ég hefði orðið lofthrædd þarna :) Hey og já svo er bannað að taka myndir af höttunum.
Skrambinn það hlítur að finnast einhver passlega mjór og passlega langur, fyndinn, gamall, ríkur einhversstaðar?? Það hefur samt ekkert komið út úr auglýsingunni!

Gulla said...

Vá mynirnar sem þú tókst í cable bílnum vekja upp góðar minningar...fannst þetta alveg mega merkilegur ferðamáti :o)