Thursday, June 12, 2008

Þingholtin, Jordan, Kowloon

Nú sit ég löðursveitt (lathersweaty) svona um það bil 12 tíma á dag í skólanum að massa allt sem eftir er fyrir sumarfrí. Þessi síðasti áfangi minn á þessu skólaári er ákaflega strembinn og brjáluð vinna. En mér tókst að grafa upp úr fylgsnum mínum áður óþekktan metnað og áhuga á tölfræði. Að þessu sinni er um að ræða the linear multilevel model. Ég er bara frekar spennt fyrir því jafnvel þó að allri matrix algebru sé sleppt. En mun spenntari er ég þó fyrir íbúðinni sem ég ætla að deila með serbneskri vinkonu minni næsta vetur. Íbúðin er hvorki meira né minna en fullkomlega staðsett í Amsterdam. Nákvæmlega á uppáhaldsstaðnum mínum við fagrann kanal í Jordan. Hér er mynd af horni Prinsengracht og Looiersgracht sem er sem sagt kanallinn minn frá og með 7. September.

íbúðinni fylgir rósum prýddur garður sem gengið er í beint úr huggulegu eldhúsinu og tveir kettir. Ég læt mér nægja að sinni að passa kisulórur því of rótlaus er ég til að eignast mína eigin. Beint fyrir utan innganginn okkar er göngubrú yfir kanalinn. Við hinn enda brúarinnar er besti bar sem ég hef komið á í langan tíma. Við hliðina á barnum er líkamsræktarstöð sem ég hyggst ekki nota en vappa föl og feit fyrir utan í leit að fögrum folum. Leigan er ekki há og íbúðin rúmgóð og fín. Þarna hyggst ég sofa, lesa, læra, drekka te í eldhúsinu og bjór í garðinum þar til ég fer til Hong Kong í lok febrúar. Já ég ætla til Hong Kong. Fröken-frú-prófessor Cecilia Cheng hefur nú endanlega staðfest að hún búist við mér í rannsóknarstofuna sína í byrjun mars á næsta ári. Þar ætla ég að rannsaka eitthvað í fjóra mánuði. Já lengra er ég ekki komin með þau plön. En já það virðast vera spennandi tímar framundan. Eða allavegana spennandi staðsetningar, Skólavörðustígur, Jordan, Hong Kong. En já nei nei núna þarf ég bara að læra og læra horfa kannski smá á fótbolta drekka nokkra hollenska bjóra til að fagna með liðinu mínu. Það var að sjálfsögðu aldrei spurning með hverjum held oranje oranje oranje oranje!

Þessi piltur virðist vera staddur á leiguhjólinu sínu beint fyrir utan barinn sem er við hinn endar brúarinnar sem er beint fyrir framan húsið mitt. Samkvæmt mínum útreikningum er þetta því verðandi heimili mitt þarna í bakgrunni (eins og ég sagði maður er ekki að taka alla þessa reikningsáfanga fyrir ekki neitt).

5 comments:

Anonymous said...

Var að horfa á Dh í imbanum og missti af þér á msn. Já þetta hljómar allt spennandi hjá þér rýjan mín og tölfræðin bara svona skemmtileg, minnir mig á Lobba. Svo styttist í að þú komir heim, maður þarf að fara að leggja í marineringu fljótlega og kæla vínið. Og já til hamingju með þessa íbúð, hljómar vel og Hong Kong.
Sigrún

Anonymous said...

Hæ, umm mig langar í heimsókn til þín í þessa fínu íbúð! Hljómar allt saman svooo vel, greinilega spennandi tímar framundan hjá þér :)

Anonymous said...

Þetta er heldur betur hressandi bloggfærsla hjá þér - nóg að gera á þínu heimili og þvílíkt spennandi tímar framundan.

Hlakka til að sjá þig my love :-)

Jónína

Hanna Kristin said...

Fylgir þessi piltur með í leigusamningnum. Spennandi plan framundan.
Englendingar eru ekkert spenntir fyrir EM eru svo móðgaðir að vera ekki með... hi hi
Hanna

Anonymous said...

Vó, vantar ekki mótíveisjónið kona, sérð bara um það sjálf og hressir vini og vandamenn um leið! Líst vel á þig, langar að koma aftur í heimsókn í næstu íbúð. En næst kemur þú nú til mín og við skálum saman í íslenska sumrinu í nýjum skóm og dressi þegar þú ert búin að glansa í tölfræðinni.